Lýðheilsunefnd

68. fundur 11. desember 2006 kl. 00:43 - 00:43 Eldri-fundur

68. fundur íþrótta- og tómstundanefndar.  Haldinn að sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar 16. október 2003 kl. 20.30

Mættir: Gunnur ýr Stefánsdóttir, ásta Stefánsdóttir, Kristín Kolbeinsdóttir, Sveinbjörg Helgadóttir og Elmar Sigurgeirsson.


Fundardagskrá:
1. Tryggvi Heimisson,  íþróttakennari mætir á fundinn og ræðir áhaldakaup íþróttahúss
2. þagnarskylda nefndarfulltrúa
3. Umsókn frá Jónu Maren Magnadóttur um styrk vegna fimleikaferðar til Portúgal
4. Barnfóstrunámskeið Rauða Krossins sem haldið var í júní 2003
5. Sameiginlegur umsjónarmaður íþróttamannvirkja, frh.
6. Hvaða kröfur eru gerðar til íþróttasvæða fyrir meistaramót og landsmót


Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri byrjaði fundinn og sagði frá breytingum varðandi gerð fjárhagsáætlana.1. Tryggvi Heimisson, íþróttakennari ræðir áhaldakaup íþróttahúss
Tryggvi Heimisson ítrekaði beiðni um kistukaup skv. beiðni dagsettri 08. 12. 2002. (Fskj. 1) Hann lagði einnig fram nýja beiðni um að nefndin tæki til umfjöllunar endurnýjun og viðbót við áhöld í íþróttahúsið til kennslu í grunn- og leikskóla. (Fskj. 2). Hann sagði að mest lægi á svampkistu, lendingardýnu og trékistu og síðan fleygdýnu.
Nefndin samþykkti samhljóða að fela Tryggva Heimissyni að leita tilboða í svampkistu og lendingardýnu.


2. þagnarskylda nefndarfulltrúa
Nefndarmenn undirrituðu þagnarskyldu á sérstöku eyðublaði.


3. Umsókn frá Jónu Maren Magnadóttur um styrk vegna fimleikaferðar til Portúgal
Gunnur ýr vék af fundi. Beiðni frá Jónu Maren tekin fyrir (fskj.3).
Aðrir nefndarmenn samþykktu samhljóða að veita henni styrk að upphæð 20.000.- kr.


4. Barnfóstrunámskeið Rauða Krossins sem haldið var í júní 2003
Farið yfir uppgjör vegna barnfóstrunámskeiðsins. 19 börn tóku þátt í námskeiðinu sem gekk í alla staði vel. þátttökugjald var 4.500,- kr. á barn. Nefndin greiddi 3.500,- kr. fyrir hvert barn þannig að það þurfti einungis að borga 1.000,- kr. sjálft (fskj. 4). Almenn ánægja var með námskeiðið.


5. Sameiginlegur umsjónarmaður íþróttamannvirkja
Rætt um starfslýsingu umsjónarmanns og ástu og Kristínu falið að gera fyrstu drög að henni sem skoðast á næsta fundi.


6. Hvaða kröfur eru gerðar til íþróttasvæða fyrir meistaramót og landsmót
ásta skýrði frá því að beðið sé eftir upplýsingum frá framkvæmdastjóra UMSE sem tók að sér að kanna fyrir nefndina hvaða kröfur eru gerðar fyrir stórmót.


Fleira ekki rætt á fundinum. Fundi slitið kl. 21.50

Fundarritari: Kristín Kolbeinsdóttir

Getum við bætt efni síðunnar?