Lýðheilsunefnd

70. fundur 11. desember 2006 kl. 00:43 - 00:43 Eldri-fundur

70. fundur íþrótta- og tómstundaráðs haldinn að sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar 26. nóvember 2003 kl. 20.00
Mættir: Gunnur ýr Stefánsdóttir, ásta Stefánsdóttir, Kristín Kolbeinsdóttir, Sveinbjörg Helgadóttir, Elmar Sigurgeirsson og Bjarni Kristjánsson.


önnur umræða um fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar
Fram kom fyrirspurn um það af hverju vinnuskóli heyrir undir íþrótta- og tómstundanefnd en ekki atvinnumálanefnd. Reyndin er sú að Félagsmálanefnd sér um faglega útfærslu á liðnum en bókhaldsfærslan fer í gegnum íþrótta- og tómstundanefnd. Til ráðstöfunar fyrir þennan lið eru 2.6 milljónum til vinnuskólans fyrir rekstrarárið 2004.

Rekstur íþróttavallar á Hrafnagili
Sveitarstjórn leggur til að hirðing vallarins verði áfram á höndum sveitarfélagsins en vill að óskað verði eftir því við Samherja að gera þjónustusamning við sveitarfélagið um rekstur hans. ákveðið að fela Bjarna Kristjánssyni og Gunni ýr Stefánsdóttur að eiga fund með stjórn Samherja og falast eftir þjónustusamningi milli þeirra og íþrótta- og tómstundanefndar.

Uppbygging og endurbætur íþróttavallarins
Rætt um leiðir til að byggja íþróttavöllinn upp þannig að hann henti til landsmóta. Frekari umræðu frestað og ákveðið að afla frekari upplýsinga fyrir næsta fjárhagsár.

Fundi slitið kl. 22.05

Fundarritari: Kristín Kolbeinsdóttir

Getum við bætt efni síðunnar?