Skipulagsnefnd

19. fundur 11. desember 2006 kl. 21:10 - 21:10 Eldri-fundur

19. fundur skipulagsnefndar er haldinn á skrifstofu sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi, þriðjudaginn 24. sept. 2002 kl. og hófst hann kl. 16.50. þetta er fyrsti fundur nefndarinnar að loknum sveitarstjórnakosningum s. l. vor.
Allir nefndarmenn eru mættir.

 

Dagskrá:
1. Kosning formanns, varaformanns og ritara
2. Tillaga að deiliskipulagi Kroppslands (ölduhverfi)
3. Beiðni um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 28, 29 og 30 í Leifsstaðalandi, sbr. 1. lið 17. fundargerðar frá 15. mars 2002
3. Deiliskipulag lands í einkaeign, drög að verklagsreglum



1. Kosning formanns, varaformanns og ritara
Formaður var kjörinn Hólmgeir Karlsson, varaformaður Gunnar Valur Eyþórsson og ritari Sigurður Eiríksson.

 

2. Tillaga að deiliskipulagi Kroppslands
Fyrir liggur tillaga fyrirtækisins Hornsteinar, Arkitektar ehf. frá ág. 2002. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúðarhúsa, frístundahúsa og orlofshúsa. Nefndin frestar umsögn um

tillöguna, en óskar eftir nánari upplýsingum um hverjum sé ætlað að bera stofnkostnað af eftirtöldum verkþáttum, rekstri þeirra og viðhaldi:

gatnagerð, þ.m. t. snjómokstur
fráveitu frá íbúðarhúsum
neysluvatnslögnum
brunavörnum
götulýsingu
opnum svæðum

Jafnframt samþykkir nefndin að óska eftir afstöðu Vegagerðarinnar til tengingar skipulagssvæðisins við stofnbraut.

 

3. Umsókn um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 28, 29 og 30 í Leifsstaðalandi
Nefndin leggur til að erindinu verði hafnað.

 

4. Deiliskipulag lands í einkaeign, drög að verklagsreglum
Fyrirliggjandi voru drög samin af sveitarstjóra. Nefndin leggur til að þau verði samþykkt.



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.35.


Fundargerð skráði Bjarni Kristjánsson.

Getum við bætt efni síðunnar?