Skipulagsnefnd

312. fundur 31. október 2019 kl. 16:00 - 19:00 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson formaður
  • Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður
  • Emilía Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

 

1.  Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í landi Kropps - 1901018

Forsvarsmenn Ölduhverfis ehf. ásamt sveitarstjórn koma á fund skipulagsnefndar og ræða erindi frá Sigurði Einarssyni arkitekt, dags. 15. ágúst sl., sem f.h. landeigenda setur fram beiðni um að gildandi aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar verði breytt þannig að fjöldi íbúða á íbúðarsvæði í landi Kropps verði aukinn úr 80-100 íbúðum í 212 íbúðir, ásamt beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir fyrrgreint hverfi. Gestir fundarins voru Sigurður Einarsson, arkitekt, Helgi Snorrason, Páll Snorrason, Hörður Snorrason og Viðar Helgason (símleiðis) f.h. Ölduhverfis ehf. Ennfremur komu Jón Stefánsson, Halldóra Magnúsdóttir, Sigurður Friðleifsson, Sigríður Bjarnadóttir, Rósa Margrét Húnadóttir f.h. sveitarstjórnar. 

Skipulagsnefnd lýsir áhyggjum af fyrirhugaðri vegtengingu íbúðarhverfis í landi Kropps, nálægð vegar við núverandi íbúðarhús í Kroppi, áhrifum framkvæmdarinnar á samfélagið í sveitarfélaginu og samfélagsinnviði. Eftir fundinn telur skipulagsnefnd ekki æskilegt að ráðast í þá breytingu á aðalskipulagi sem lögð er til í erindi umsækjenda. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að beiðni um breytingu á aðalskipulagi verði hafnað, en landeigendum verði þess í stað heimilað að vinna deiliskipulag fyrir 80-100 íbúðir eins og núgildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00

 

Getum við bætt efni síðunnar?