Skipulagsnefnd

326. fundur 14. apríl 2020 kl. 15:00 - 16:50 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson formaður
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundurinn fer fram gegnum Zoom fjarfundarhugbúnað.
Dagskrá:

1. Jódísarstaðir - Deiliskipulag íbúðarbyggðar 2019 - 1904010
Fyrir fundinum liggur erindi frá Guðmundi H. Gunnarssyni sem fyrir hönd Snæbjörns Sigurðssonar leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði í landi Jódísarstaða. Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem íbúðarsvæði í tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 sem nú er í vinnslu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt sé að auglýsa skipulagstillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, um leið og unnt er að auglýsa fyrrgreinda aðalskipulagsbreytingu.
Samþykkt

2. Staðarhóll - Umsókn um stöðuleyfi - 2003024
Fyrir fundinum liggur erindi frá Braga Sigurðssyni hjá Eflu verkfræðistofu óskar eftir stöðuleyfi fyrir fjögur lítil hús sem eru í smíðum á Staðarhóli. Erindinu fylgir afstöðumynd frá Braga dags. mars 2020.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, með fyrirvara um að landeigandi samþykki leyfisveitinguna.
Samþykkt

3. Sýslumaðurinn á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar fyrir Lamb Inn ehf. - 2004003
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að jákvæð umsögn sé veitt vegna erindisins.
Samþykkt

4. Þórustaðir - Deiliskipulagsbreyting - 2003028
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ívari Ragnarssyni sem fyrir hönd Helga Örlygssonar leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði í landi Þórustaða II (ÍB20). Erindinu fylgir uppdráttur dags. 2020-03-28.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt sé að auglýsa breytingartillögu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga, enda liggi fyrir uppfærð skipulagstillaga þar sem lóðarmörkum hefur verið breytt til að koma til móts við fjarlægðarkröfu aðalskipulags milli landbúnaðarlands og byggingarreita (25 m).
Samþykkt

5. Hólasandslína 3 - drög að framkvæmdaleyfisumsókn - 2003022
Fyrir fundinum liggja drög að framkvæmdaleyfisumsókn vegna Hólasandslínu 3, en Landsnet sendir sveitarfélaginu gögnin til yfirferðar í aðdraganda formlegrar framkvæmdaleyfisumsóknar.
Skipulagsnefnd fjallar um gögnin og tekur saman athugasemdir í minnisblað sem komið verður til Landsnets.
Samþykkt

6. Ásahreppur - Ósk um umsagnir - Endurskoðun aðalskipulags Ásahrepps 2020-2032 - 2004005
Fyrir fundinum liggur skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Ásahrepps 2020-2032 og er óskað eftir umsögn Eyjafjarðarsveitar vegna lýsingarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við skipulags- og matslýsinguna.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50

Getum við bætt efni síðunnar?