Skipulagsnefnd

329. fundur 25. maí 2020 kl. 15:00 - 17:10 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar vegna Oddeyrar - 2005003
Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við skipulagslýsinguna.
Samþykkt

2. Steinn Jónsson - Umsókn um stöðuleyfi - 2005012
Fyrir fundinum liggur erindi frá Steini Jónssyni sem fer fram á að deiliskipulagi lóðarinnar Grásteins sé breytt þannig að heimilt verði að frístundahús sem nú er í smíðum á lóðinni megi standa þar til frambúðar. Erindinu fylgja ljósmyndir af vettvangi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillögu að breytingu á deiliskipulagi verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt

3. Jón Elvar Hjörleifsson - Umsókn um að taka spildu í landi Hrafnagils úr landbúnaðarnotkun - 2005014
Fyrir fundinum liggur erindi frá Jóni Elvari Hjörleifssyni sem fyrir hönd Hrafnagils ehf. fer fram á að 7,36 ha spilda í landi Hrafnagils sé leyst úr landbúnaðarnotum. Erindinu fylgir hnitsettur uppdráttur frá Búgarði dags. 2015-11-20.
Skipulagsnefnd kallar eftir frekari gögnum um forsendur breytingarinnar, markmið hennar og rökstuðning fyrir lausn úr landbúnaðarnotum sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 80/2004. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Samþykkt

4. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019 - 1909004
Nefndin ræðir um athugasemdir sem borist hafa frá Skipulagsstofnun vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2020 sem send var stofnuninni til yfirferðar fyrir auglýsingu. Einnig ræðir nefndin um efnistökusvæði í Bíldsárskarði og verslunar- og þjónustusvæði í Byttunesi sem áformað er að bæta inn á aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kallað verði eftir kostnaðarmati frá fornleifafræðingi vegna skráningar fornminja á skipulagssvæðum sem koma við sögu í skipulagsbreytingu. Skipulagsnefnd leggur ennfremur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að efnistökusvæði í landi Kaupangs í Bíldsárskarði verði bætt inn á aðalskipulag vegna Hólasandslínu 3.
Samþykkt

5. Kotra - beiðni um heimild til deiliskipulagningar 2. áfanga - 2001009
Auglýsingartímabili deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði í Kotru er lokið og ræðir nefndin þær athugasemdir sem bárust vegna auglýsingarinnar í þeirri röð sem á eftir fer.
1. erindi, sendandi Minjastofnun
Athugasemd a) Sendandi vekur athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar sem fjallar um ókunnar fornminjar sem finnast á framkvæmdatíma.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Athugasemd sendanda gefur ekki tilefni til bókunar.
2. erindi, sendandi Vegagerðin
Athugasemd a) Sendandi telur rétt að sýnt verði fram á að vegamót standist kröfur er varða halla og horn tenginga áður en skipulag er samþykkt. Vegagerðin mun ekki geta tekið veginn inn síðar sem héraðsveg uppfylli hann ekki kröfur að þessu leiti.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagshönnuður hefur þegar brugðist við athugasemd sendanda og liggja gögn því til stuðnings fyrir fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingartillögur sem skipulagshönnuður hefur sett fram verði samþykktar. Skipulagsnefnd telur ekki að athugasemd sendanda gefi tilefni til frekari breytinga á auglýstri skipulagstillögu.
Athugasemd b) Sendandi telur að skoða þurfi skeringar og fyllingar en hvoru tveggja gæti haft mikil áhrif á lóðir sem eru teiknaðar á deiliskipulagstillögu og þar með allar forsendur deiliskipulagsins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við veghönnunarsjónarmiðum á fullnægjandi hátt og telur ekki að athugasemd sendanda gefi tilefni til frekari breytinga á auglýstri skipualgstillögu.
3. erindi, sendandi Norðurorka
Sendandi gerir ekki athugasemd við skipulagtillöguna.
4. erindi, sendandi Sveinn Egilsson
Athugasemd a) sendandi bendir á að ranghermt sé í auglýsingu deiliskipulags að skipulagssvæðið nái að landamerkum Ytri-Varðgjár í norðri, en hið rétta sé að Syðri-Varðgjá sé norðan við skipulagssvæðið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að þessi villa komi einungis fram í auglýsingu deiliskipulagsins en ekki skipulagstillögunni. Því gefi athugasemd sendanda ekki tilefni til breytinga á auglýstri skipulagstillögu.
5. erindi, sendandi Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra
Sendandi gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna.
Samþykkt

6. Möðrufell - landsskipti - 2005024
Ingólfur Jóhannsson og Jakob Bjarnason óska fyrir hönd Möðrufells ehf. eftir samþykki sveitarstjórnar við því að 32.500 fm spildu sé skipt út úr landi Möðrufells L152730 og að ný landeign heiti Möðrufell 2. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni hjá Búgarði, dags. 2020-05-09.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda sé kvöð um lagnaleiðir og aðgengi þinglýst á umlykjandi land samhliða landskiptum.
Samþykkt
Málið er tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10

Getum við bætt efni síðunnar?