Skipulagsnefnd

358. fundur 10. janúar 2022 kl. 08:00 - 10:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

10. Kroppur - Íbúðasvæði - 2104003
Fyrir fundinum liggja drög að breytingartillögu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 þar sem gert er ráð fyrir að byggingarheimildir á íbúðarsvæði ÍB8 í landi Kropps (Ölduhverfi) séu auknar í 213 íbúðir, auk þess sem skilmálar um áfangaskiptingu uppbyggingarinnar eru færðir inn í skipulagið. Drögin eru sett fram á breytingarblaði dags. 2022-01-07 sem unnið er af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðalagi skilmála um framvindu deiliskipulags sé umorðuð á eftirfarandi hátt: "Deiliskipulag nýs áfanga skal ekki taka gildi fyrr en fyrirsjáanlegt er að gildandi byggingarheimildir séu að klárast." Skipulagsnefnd frestar að örðu leyti afgreislu málsins.

1. Brúnir - kvörtun vegna legu reiðleiðar - 2110066
Fyrir fundinum liggur eridi frá Einari Gíslasyni og Hugrúnu Hjörleifsdóttur þar sem gerðar eru athugasemdir við legu reiðvegar inna landeignar (Brúnir lóð L192189) hans auk þess sem gerðar eru athugasemdir við útfærslu reiðvegar utan landeignar hans.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aflað verði samþykkis eiganda landsins sem um ræðir, en að örðum kosti verði framkvæmdaraðila gert að sneiða hjá skörun reiðvegarins við landeign L192189.

2. Brúarland - beiðni um breytta landnotkun 2021 - 2112004
Fyrir fundinum liggur fyrirspurn frá Ingólfi Guðmundssyni hjá Kollgátu fyrir hönd Sveins Bjarnasonar varðandi breytta landnotkun í landi Brúarlands.
Afgreiðslu erindinsins er frestað.

3. Samkomugerði 1 - Umsókn um leyfi fyrir gestahúsi - 2112005
Fyrir fundinum liggur erindi frá Sigurði Ásgeirssyni sem fer fram á samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir gestahús í landi Samkomugerðis vestan Eyjafjarðarbrautar vestri.
Skipulagsnefnd bendir á að fyrirhuguð lega frístundahússins skarist við reiðveg RS4 sem lagður var fyrir nokkrum árum. Skipulagsnefnd frestar erindinu til að hægt sé að hafa samráð við hestamannafélagið um málið.
Samþykkt

4. Leifsstaðabrúnir 8-10 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi - 2112006
Fyrir fundinum liggur erindi frá Valdemar Karli Kristinssyni sem fyrir hönd Bylgju Rúnu Aradóttur og Kristbjargar Minný Eggertsdóttur þar sem lagðar eru fram spurningar um mögulega skipulagsbreytingu í Leifsstaðabrúnum.
Afgreiðslu erindinsins er frestað.

6. Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II - 1901023
Kynningu á aðal- og deiliskipulagstillögum á vinnslustigi vegna ferðaþjónustuáformum á Leifsstöðum 2 lauk 22. desember sl. Þrjú erindi bárust á kynningartímabili skipulagstillaganna.
Afgreiðslu erindinsins er frestað.

7. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Fyrir fundinum liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir Hrafnagilshverfi dags. 2022-01-07 unnin af Lilju Filippusdóttur og Árna Ólasyni hjá Teiknistofu arkitekta. Einnig liggja fyrir fundinum drög að breytingarblaði vegna aðalskipulagsbreytingar sem fram fer samhliða deiliskipulagsvinnunni, dags. 2022-01-06, unnið af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Skipulagsnefnd kemur athugasemdum á framfæri við skipulagshönnuð og leggur til við sveitarstjórn að svo breytt drög að skipulagstillögu verði vísað í kynningarferli skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sömuleiðis verði drögum að breytingartillögu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 vísað í kynningarferli skv. 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga.

8. Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar - 2010016
Athugasemdafrestur vegna auglýsingar deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði í landi Bjarkar var til 12. ágúst sl. og bárust þrjú erindi á auglýsingartímabili skipulagstillögunnar. Auk þess liggur nú fyrir jákvæð umsögn Vegagerðarinnar um vegtengingu íbúðarsvæðisins við Eyjafjarðarbraut eystri. Nefndin fjallar um erindin í þeirri röð sem á eftir fer.
Afgreiðslu erindinsins er frestað.

9. Bakkatröð 48 - Parhús 2021 - 2111036
Fyrir fundinum liggur fyrirspurn frá Sindra Cæsari Magnasyni varðandi það hvort unnt sé að breyta deiliskipulagi Bakkatraðar þannig að heimilt verði að byggja parhús á lóðinni Bakkatröð 48 í stað einbýlishúss eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Erindinu fygja hugmyndateikningar frá Brynjólfi Árnasyni.
Skipulagsnefnd telur að parhús á lóðinni Bakkatröð 48 myndi ekki samræmast götumyndinni svo vel færi og leggur því til við sveitarstjórn að erindið sé hafnað.

11. Höskuldsstaðir - stofnun lóðar v stækkunar Sökku - 2201006
Ingólfur Sigurðsson sækir um samþykki sveitarstjórnar við skráningu lóðar úr landi Höskuldsstaða. Lóðin er hugsuð sem stækkun lóðarinnar Sökku L196631. Erindinu fylgir uppdráttur frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 2021-11-06.
Afgreiðslu erindinsins er frestað.

5. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála - Tilkynning um kæru 182, 2021 - 2112015
Ákvörðun skipulags- og byggingarfulltrúa um veitingu byggingarleyfis vegna nýbyggingar svínabús á lóðinni Sölvastöðum hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Fyrir fundinum liggur tilkynning til Eyjafjarðarsveitar um kæruna.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30

Getum við bætt efni síðunnar?