Skipulagsnefnd

410. fundur 15. apríl 2024 kl. 08:00 - 10:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá:
 
1. Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 2209020
Fyrir fundinum liggur umsögn Skipulagsstofnunar vegna beiðni um undanþágu frá kröfu skipulagsreglugerðar um fjarlægð íbúðarhúsa frá tengivegi vegna byggingaráforma á lóðinni Espilaut. Stofnunin lagðist gegn veitingu undanþágunnar og því, að höfðu samráði við landeigendur, var byggingarreitnum á lóðinni hnikað til svo hann uppfylli skilyrði fjarlægðarkröfunnar. Meðfylgjandi er umsögn Skipulagsstofnunar ásamt uppfærðum deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð frá Eflu, dags. 03.04.2024
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að uppfærður deiliskipulagsuppdráttur verði samþykktur skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
 
Benjamín Örn Davíðsson vék af fundi undir þessum fundarlið.
Samþykkt
 
2. Þormóðsstaðir L152844 - beiðni um skráningu landamerkja 2024 - 2402023
Fyrir fundinum liggur erindi frá Sigtryggi Veigari Herbertssyni þar sem hann óskar eftir samþykki sveitarstjórnar fyrir hnitsettum landamerkjum Þormóðsstaða og Draflastaða, en erindinu var frestað á fundi nefndarinnar 7. mars sl. þar sem undirskrift annars eiganda Þormóðsstaða vantaði. Uppfærð gögn hafa borist og er málið því tekið upp að nýju.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hnitsett landamerki Draflastaða og Þormóðsstaða sbr. undirritaðan uppdrátt dags. 27. september 2023 verði samþykkt skv. gr. 6 b í lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001.
 
3. Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi - 2310005
Fyrir fundinum liggja drög að aðal- og deililskipulagstillögum fyrir athafnasvæði á Bakkaflöt. Skipulagshöfundur deiliskipulagstillögu kemur fyrir fund nefndarinnar kl. 08:30.
Farið yfir deiliskipulagstillögu og skipulagshönnuði falið að uppfæra tillöguna, m.a. með tilliti til nýrrar legu Eyjafjarðarbrautar vestri.
 
4. Ytri-Varðgjá Vaðlaskógur - aðal- og deiliskipulag v/hótels - 2208016
Fyrir fundinum liggur afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dags. 21. mars 2024, vegna yfirferðar stofnunarinnar á aðal- og deiliskipulagsbreytingu vegna verslunar- og þjúnustusvæðis Ytri- og Syðri-Varðgjá skv. 32. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en þar koma fram nokkur atriði sem bregðast þarf við áður en skipulagið verður staðfest. Jafnframt liggja fyrir uppfærð deiliskipulagsgögn frá Landslagi þar sem brugðist hefur verið við athugsemdum stofnunarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að uppfærð aðal- og deiliskipulagsgögn verði samþykkt skv. 1. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulaganna.
 
Anna Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa fundarliðar.
 
5. Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis - 2308016
Fyrir fundinum liggur tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Ytri-Varðgjár dags 22.03.2024 en kynningu deiiskipulagstillögu á vinnslustigi lauk 14. janúar sl. og ákvað nefndin á fundi sínum 25. janúar sl. að bregðast þyrfti við nokkrum atriðum. Skipulagstillagan hefur nú verið uppfærð samkvæmt beiðni skipulagsnefnar eins og efni stóðu til, samanber meðfylgjandi samantekt á þeim atriðum sem brugðist hefur verið við.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
 
6. Ytri-Varðgjá - umsókn um stöðuleyfi fyrir skemmu - 2403029
N10b ehf. sækir um stöðuleyfi til eins árs fyrir 450 fermetra skemmu á núverandi plani við Ytri-Varðgjá en ætlunin er að nýta bygginguna við fyrirhugaðar framkvæmdir á jörðinni. Meðfylgjandi er afstöðumynd frá Landslagi ehf. sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu skemmunnar, dags. 22.03.2024.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
 
7. Hrafnatröð 1 - Skipulagsbreyting bílastæði - 2403026
Fyrir fundinum liggur beiðni frá Rangnari Guðmundssyni hjá Kollgátu f.h. lóðarhafa Hrafnatraðar 1 (L235826) um breytingu á deiliskipulagi Hrafnagilshverfis þar sem óskað er eftir því að bílastæði lóðarinnar og þ.a.l. bílskúr fyrirhugaðs húss verði færð austast á lóðina en samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti er gert ráð fyrir bílastæðum á suð-vesturhorni lóðar. Meðfylgjandi er fyrirspurnarteikning dags. 09.04.2024.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
 
8. Kotra L226737 - umsókn um stofnun nýrrar landeignar og breytta landnotkun - 2403031
Stallur ehf. sækir um stofnun landspildu úr landareigninni Kotru (L226737) samanber meðfylgjandi uppdrátt frá Lilium teiknistofu dags. 21.03.2024. Jafnframt er óskað eftir því að spildan fá landnotkunina íbúðarsvæði í aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd kallar eftir merkjalýsingu skv. reglugerð nr. 160/2024, sem gildi tók 7. febrúar 2024, vegna erindisins. SKipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
 
9. Garðsá L152598 - fyrirspurn um varnir gegn landbroti og malarnám 2024 - 2403022
Orri Óttarsson, eigandi Garðsár (L152598), óskar eftir áliti skipulagsnefndar vegna áforma um framkvæmdir við ánna Garðsá til að verjast landbroti. Áin er nálægt því að taka girðingu á tveimur stöðum á jörðinni og því hefur landeigandi uppi áform um að breyta farvegi hennar. Við þá framkvæmd yrði til áreyri sem til skoðunar er að nýta til efnistöku. Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir fyrirhugað framkvæmdasvæði.
Erindinu var frestað.
 
10. Espihóll - umsókn um stofnun lóðar 2024 - 2404017
Kristinn Viðar Jónsson óskar eftir því fyrir hönd Espihóls ehf. að stofnuð verði landspilda úr jörðinni Espihóli (L152587) samanber meðfylgjandi uppdrátt unninn af Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, dags. 08.04.2024
Skipulagsnefnd kallar eftir merkjalýsingu skv. reglugerð nr. 160/2024, sem gildi tók 7. febrúar 2024, vegna erindisins. SKipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins. Einnig áréttar nefndin að tryggja þurfi aðgengi að lóðinni frá Eyjafjarðarbraut með betri hætti en fram kemur á fyrirliggjandi lóðarblaði.
 
Benjamín Örn Davíðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa fundarliðar.
 
11. Ytri-Varðgjá - ósk um breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna efnistökusvæðis - 2404016
N10b ehf. óskar eftir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 þannig að skilgreint verði efnistökusvæði innan jarðarinnar Ytri-Varðgjár. Stærð efnistökusvæðisins yrði um 8000-10.000 fermetrar og gæti efnistaka numið allt að 50.000 m3.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
 
12. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - Naust - umsagnarbeiðni - 2401017
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti þann 12. mars sl. að kynna drög að tillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytinga á svæði við Naust. Óskað er umsagnar Eyjafjarðarsveitar um tillöguna og er umsagnar frestur til 25. apríl 2024.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við erindið.
 
13. Breyting á Aðalskipulagi Akureyrarbæjar 2018-3030 vegna Blöndulínu 3 - umsagnarbeiðni - 2404000
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 20. febrúar sl. að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Blöndulínu 3 og að hún yrði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er til komin vegna áforma Landsnets um framkvæmd við Blöndulínu 3, 220 kV háspennulínu frá Blöndustöð að Rangárvöllum á Akureyri. Óskað er umsagnar Eyjafjarðarsveitar um skipulagslýsinguna og er umsagnarfrestur til 25. apríl 2024.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við erindið.
 
14. Breyting á Aðalskipulagi Akureyrarbæjar 2018-2030 - Austursíða AT7 - umsagnarbeiðni - 2404011
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 5. mars sl. skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til lóðanna við Austursíðu 2, 4 og 6 í Síðuhverfi. Á svæðinu er verslunarkjarninn Norðurtorg auk tveggja óbyggðra lóða sem liggja að Síðubraut. Breytingin felst í því að svæðið verður skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði með heimild fyrir íbúðum í stað þess að vera skilgreint sem athafnasvæði. Akureyrarbær hefur óskað umsagnar Eyjafjarðarsveitar um skipulagslýsinguna og er umsagnarfrestur til 1. maí næstkomandi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við erindið.
 
15. Brúnagerði - umsókn um rekstrarleyfi fyrir skammtímaútleigu 8 íbúðarhúsa - 2404019
Heiðin fasteignir ehf. fer þess á leit að fjallað verði um fyrirhugaða beiðni umsækjanda um rekstrarleyfi fyrir fyrir skammtímaútleigu 8 íbúðarhúsa við götuna Brúnagerði í landi Brúarlands. Um er að ræða húsin Brúnagerði 2, 3, 4, 5, 6, 8, 11 og 12.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Getum við bætt efni síðunnar?