Skipulagsnefnd

77. fundur 23. maí 2007 kl. 10:29 - 10:29 Eldri-fundur
77. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 15. maí kl. 18.15.
Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Jón Jónsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

1. Skipulag ölduhverfis.
Mættir voru sem fulltrúar eigenda Stefán Gunnar Thors, fagsstjóri umhverfisdeildar VSó ráðgjafar og Tómas þór Eiríksson.

Rætt var um þéttleika byggðarinnar, vegtengingar, fráveitumál og fl. Niðurstaða þeirrar umræðu varð sú að eigendur settu fram tillögu að hönnunarforsemdum svæðisins sem litið yrði á sem viljayfirlýsingu af beggja hálfu um verklag og samráð.

2. Brúsahvammsvirkjun.
Leitað hefur verið eftir umsögnum frá stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár og Náttúruverndarnefndar Eyjafjarðar um þau gögn sem lögð hafa verið fram af framkvæmdaaðilanum. Svör hafa ekki borist frá þessum aðilum. Nefndin felur sveitarstjóra að ganga eftir umsögnunum og leita einnig eftir áliti landbúnaðarstofnunar sbr. 33. gr. laga um lax- og silungsveiði nr. 61/2006.

3. Deiliskipulag frístundasvæðis úr landi Bjarkar, Signýjarstaðir.
á 75. fundi nefndarinnar var fjallað um fjarlægðarmörk sbr. ákvæði þess efnis í gr. 2.3.1. í Greinargerð I með samþykktri tillögu að Aðalskipulagi
Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025 þar sem gert er ráð fyrir að 50 m skuli vera frá skipulagðri íbúðar- eða frístundabyggð að næstu landamerkjum. Við nánari skoðun á orðalagi fyrrnefnds ákvæðis telur nefndin að þessi fjarlægðatmörk eigi ekki við í tilviki Signýjarstaða. Nefndin samþykkir því að ógilda fyrri bókun sína og með þremur atkvæðum gegn hjásetu tveggja fulltrúa..

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.15.
Getum við bætt efni síðunnar?