Skipulagsnefnd

90. fundur 02. nóvember 2007 kl. 11:45 - 11:45 Eldri-fundur
90. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 1. nóv. 2007 kl. 18.15.
Mætt voru: óli þór ástvaldsson, Brynjar Skúlason, Emilía Baldursdóttir, Einar G. Jóhannsson, Karel Rafnsson, og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

Dagskrá:

1. Athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi frístundasvæðis á lóð Signýjarstaða.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundasvæðið á lóð Signýjarstaða hefur verið auglýst með þeim hætti sem lög mæla fyrir um og rann frestur til að gera athugasemdir við tillöguna út þann 6. sept. 2007. í tillögunni er gert ráð fyrir 3 frístundahúsum á lóð sem er 1.7 ha. Tvær athugasemdir bárust fyrir lok frestsins. Bryndís Símonardóttir, Háuborg, (erindi dags. 6. sept.) gerir athugasemd við að frístundabyggð verði leyfð á þessum stað, “ef áfram heldur sem horfir, að Staðarbyggðin að vestan verði eitt samfellt íbúðarsvæði.” þá bendir hún á að bæði neðri húsin á skipulagsreitnum séu nær landamerkjum Háuborgar en 25 m sem þó eru talin lágmarks fjarlægðarmörk í skipulagsskilmálum fyrir svæðið.
Rögnvaldur R. Símonarson og Kirsten Godsk, Björk, (erindi dags. 4. sept.) gera athugasemd við fjarlægðarmörk byggingarreita frá landamerkjum Bjarkar annars vegar og landamerkjum Háuborgar hins vegar. þau telja að einungis sé rými fyrir eitt sumarhús á skipulagsreitnum sem þau muni sætta sig við. Verði umrædd skipulagstillaga samþykkt óbreytt áskilja þau sér allan rétt til að kæra málið til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, setja fram stjórnsýslukæru og að setja kröfur sínar fram fyrir dómstólum.
Sveitarstjóra falið að ræða við eiganda Signýjarstaða áður en nefndin tekur afstöðu til fram kominna athugasemda.

2. Tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Ytri-Varðgjár.
Fyrir liggur erindi Vaðlabyggðar ehf. dags. 26. sept. 2007. Farið fram á að skipulagsnefnd veiti umsögn við tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Ytri-Varðgjár ofan Veigastaðavegar. Um er að ræða 3 svæði A, B og C sem eru 4.3, 6.6 og 6.5 ha. á svæðunum er gert ráð fyrir mismunandi stórum lóðum eða frá ca 1400 ferm að rúmlega einum ha. Heildarbyggingarmagn miðast við 51 íbúðir þar af 14 íbúðir í parhúsum.
árni ólafsson, skipulagsfulltrúi, hefur farið yfir tillögun og skilað um hana greinargerð sem lá fyrir fundinum. Samþykkt var að nefndarfulltrúar færu nánar yfir tillöguna og greinargerð/ábendingar skipulagsfulltrúans. Stefnt er að því að taka erindið síðan til afgreiðslu á næsta fundi.

3. Erindi Páls Jónssonar um leyfi til að byggja geymsluhús (vélageymslu) á lóð nr. 13 í Leifsstaðabrúnum.
Fyrir liggur tillaga frá AL-Hönnun ehf. sem gerir ráð fyrir 29.4 ferm byggingu úr timbri á umræddri lóð. Nefndin samþykkir að erindið fari í grenndarkynningu og tekur afstöðu til málsins að því loknu.

4. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025, iðnaðarlóð í landi þverár (vegna moltugerðar).
Skipulagsnefnd vísar til fyrri bókunnar frá 86. fundi 27. ágúst 2007 þar sem lagt er til að gerðar verði breytingar á aðalskipulagi. Skipulagsnefnd tekur frekari afstöðu til deiliskipulags þegar ýtarlegri gögn liggja fyrir og nefndin hefur farið í vettvangsskoðun.


Fleira ekki gert og fundi slitið

Getum við bætt efni síðunnar?