Skipulagsnefnd

94. fundur 04. desember 2007 kl. 09:44 - 09:44 Eldri-fundur
94. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 3. des. kl. 18.15.
Mætt: óli þór ástvaldsson, Brynjar Skúlason, Emilía Baldursdóttir, Einar G. Jóhannsson og Karel Rafnsson. Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, skráði fundargerð. Fyrirspurn um matsskyldu, stækkun Akureyrarflugvallar, erindi Skipulagsstofnunar dags. 19. nóv. 2007, lagt fram til kynningar.

1. Fyrirspurn um matsskyldu, stækkun Akureyrarflugvallar, erindi Skipulagsstofnunar dags. 19. nóv. 2007.

Erindið var lagt fram til kynningar á 93. fundi nefndarinnar hinn 27. nóv. s. l. og þá gerð grein fyrir því með eftirfarandi hætti:

"Með erindinu fylgir greinargerð Flugstoða, Akureyrarflugvöllur, lenging flugvallar, tilkynning um framkvæmd, dags. í nóv. 2007, unnin af Línuhönnun og Verkfræðistofu Norðurlands ehf. Greinargerðin er í 6 meginköflum auk heimildaskrár og uppdrátta er gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og áhrifum hennar á umhverfi. Skipulagsstofnun óskar, með vísan til 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b og 11. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum , umsagnar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um hvort og á hvaða forsendum framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum."

Með vísan til erindis Skipulagsstofnunar samþykkir skipulagsnefnd eftirfarandi:

Sá hluti fyrirhugaðrar framkvæmdar við lengingu flugbrautarinnar, sem er í Eyjafjarðarsveit, er vegalagning u.þ.b 400 m suður Hvammsflæðar vegna aðflugsljósa Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar gerir fyrir sitt leyti ekki kröfu um lögformlegt umhverfismat. Nefndin bendir þó á að óshólmasvæðið er á lista alþjóða fuglaverndarráðsins þar sem það telst alþjóðlega mikilvægt fuglaverndunarsvæði. Kjarna- og Hvammsflæðar eru metnar sem sérstaklega mikilvægir áningarstaðir fugla að vori og mikilvægir fæðuöflunarstaðir fyrir varpfugla á sumrin. þá er svæðið á náttúruminjaskrá vegna votlendisákvæða. Verði framkvæmdir leyfðar vegan almannahagsmuna telur nefndin nauðsynlegt að allt rask af þeirra völdum yrði í algjöru lágmarki og að þær færu fram á þeim árstíma sem minnstur skaði væri af varðandi afkomu fugla.

þá vill skipulagsnefnd benda á að sunnan núverandi flugbrautar liggur gamall þjóðvegur austur yfir ósólmasvæði Eyjafjarðarár. þegar hann var aflagður var hann gerður að reið- og gönguleið og hefur sú notkun aukist mikið og leiðin nýtur sívaxandi vinsælda. Nefndin telur því eðlilegt að það tilheyri fyrirhugaðri flugvallarframkvæmd að tryggja að ný göngu- og reiðleið komi strax í stað þeirrar sem verður aflögð.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.30.

Getum við bætt efni síðunnar?