Skólanefnd

120. fundur 11. desember 2006 kl. 21:41 - 21:41 Eldri-fundur

120. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í Hrafnagilsskóla kl. 20:30 fimmtudaginn 28. nóv. 2002.
Mættir: Jóhann ó. Halldórsson, Elsa Sigmundsdóttir, Hörður Snorrason, Hafdís Pétursdóttir, Valdimar Gunnarsson, Karl Frímannsson, Anna Gunnbjörnsdóttir, Tryggvi Heimisson, Bjarni Kristjánsson
Formaður setti fund og bauð menn velkomna.

 

á dagskrá voru:
1. Fjárhagsáætlun Hrafnagilsskóla 2003
2. Fjárhagsáætlun Krummakots 2003
3. Málefni félagsmiðstöðvar
4. önnur mál


Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri tók til  máls og byrjaði á því að þakka gott samstarf við forystumenn skólanna beggja og ekki síst góðan rekstur.
Hann gerði síðan grein fyrir vinnubrögðum við undirbúning fjárhagsáætlunar 2003 en stefnt er að því að taka upp rammafjárhagsáætlun fyrir báða skólana er fram líða stundir. Nú er lagt af stað með síðustu áætlun en kostnaðartölur eru uppfærðar, launakostnaður um 4,5% en önnur rekstrargjöld um 3,5%. Umfang starfseminnar er áætlað óbreytt en reyndar liggur fyrir samþykkt sveitarstjórnar um nokkrar breytingar í þá átt. Kostnaðarauka af slíku þarf að fella inn í nýja áætlun. Bjarni gat þess að enn vantaði tilteknar forsendur og þekkingu til að hægt væri að taka upp rammafjárhagsáætlun en rétt væri að líta á það sem nú væri gert sem fyrstu skrefin í þá átt. Hann minnti á að í sveitarstjórn hefði þegar verið mörkuð sú stefna að sem minnst bæri að víkja frá 3ja ára áætlun sem samþykkt hefur verið. Hann taldi það vera meginhlutverk skólanefndar að leggja mat á og forgangsraða því sem þegar væri inni í þessari áætlun.
Var nokkuð rætt um vinnubrögð við gerð fjárhagsáætlunar og á hvern hátt mætti nýta það starf sem nú er að hefjast sem undirbúning þess sem koma skal. Meðal annars var fjallað um hver atriði skyldu vera skilgreind sem "normal" í starfinu og hvaða þætti ætti að fjalla um sérstaklega fyrir hvert fjárhagsár.
Við svo búið hvarf sveitarstjóri af fundi.


1. Karl fjallaði um nokkrar spurningar sem hann taldi þurfa að svara áður en rammafjárhagsáætlun yrði tekin upp. Meðal þeirra atriða sem hann velti upp voru hvernig ætti að reikna tekjur s.s. fyrir húsaleigu (handverkið), greiðslur fyrir nemendur úr öðrum sveitarfélögum o.fl. - hvort ætti að færa slíkt sem aukatekjur (eftirá) og fleiri atriði nefndi hann.
Einnig nefndi hann hvernig launakostnaður virðist vera skv. áætlun annars vegar og forritinu Pottormi hins vegar. Enn fremur var nefnt hvernig ætti að áætla skólavistun, hvernig ætti að búa stofur áður en rammafjárhagsáætlun með reglubundnu viðhaldi tæki gildi.  Síðan fjallaði Karl um nokkur atriði sem hann taldi nauðsynlegt að taka til sérstakrar athugunar. þar á meðal var uppfærsla á tölvubúnaði.
Skólanefnd telur nauðsynlegt að fjalla vandlegar um ýmis þessara atriða áður en rammafjárhagsáætlun verður tekin upp og álítur að mjög æskilegt væri að sem mest af verklagsreglum liggi ljóst fyrir næsta haust þegar undirbúningur hefst að fjárhagsáætlun 2004. Yfirleitt ríkti ánægja með þær fyrirætlanir sem fram komu og sýndist mönnum horfa til bóta.

 

2. Anna Gunnbjörnsdóttir lagði fram uppkast að fjárhagsáætlun fyrir árið 2003 og skýrði þær breytingar sem hún lagði til frá síðustu áætlun. Sumt af því var af því tagi að verið er að færa inn í fjárhagsáætlun þætti sem greiddir höfðu verið með öðrum hætti eða liðir voru sundurliðaðir á annan veg en áður. Einnig leggur leikskólinn til að nokkur kostnaður verði við stofnbúnað, m.a. húsgögn og tölvur. Fram kom að tölvusamband er afar ófullkomið en á það reynir æ meir með hverju árinu. Skólanefnd leggur áherslu á að sem fyrst verði leitað úrræða til að koma á betra sambandi og hvetur til samstarfs skólanna í þeim efnum og ekki síður við innkaup, s.s. á tölvubúnaði.


3. Málefni félagsmiðstöðvar
Karl skólastjóri kynnti hugmyndir um að fella starfsemi félagsmiðstöðvar undir stjórn skólans. Fyrst og fremst er það gert af hagkvæmniástæðum þar sem flestar eða allar ákvarðanir  varðandi félagsmiðstöðina koma á borð skólastjórans. Sveitarstjórn lagði þetta mál til kynningar fyrir skólanefnd sem telur þessa breytingu eðlilegra og sjálfsagða.

 

4. önnur mál
1. Karl kynnti starfsmannamál en auglýst hefur verið eftir starfsmanni til að annast einn nemanda í 6. bekk - sá er fenginn, og einnig hefur verið auglýst eftir forfallakennslu í raungreinum vegna fæðingarorlofs.
2. Kvenfélagið Iðunn færði skólunum peningagjöf, 150 þúsund hvorum skóla, í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Skólanefnd kann félaginu bestu þakkir fyrir þessar  rausnarlegu gjafir.
Ennfremur hefur grunnskólanum borist safn eggja íslenskra fugla frá frá þorsteini Ingólfssyni í Gröf. Vill nefndin einnig tjá þakklæti sitt fyrir þessa gjöf.
Næsti fundur var ákveðinn miðvikudag 4.des.

 


Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl 11:15

Getum við bætt efni síðunnar?