Tjaldstæði

Tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar er staðsett norðan sundlaugar og íþróttamiðstöðvar sveitarinnar. Svæðið er veðursælt og tjaldsvæðið á flötu þurrlendi og því er mögulegt að opna svæðið snemma á vorin. Á tjaldsvæðinu er lítið uppþvottahús með heitu og köldu vatni en snyrtingar og sturta eru í kjallara Íþróttamiðstöðvarinnar. Góð aðstaða er fyrir húsbíla svo sem raftenglar og skólplosun.

Gjaldskrá tjaldsvæðis 2020
Tjald/húsbíll 1.300 kr. á mann.
Hver nótt umfram það 1.000 kr. á mann.
Rafmagn fyrir húsbíl  800 kr. á sólarhring
Frítt fyrir börn 17 ára og yngri í fylgd með fullorðnum

Fastur opnunartími er 1. júní til 31. ágúst ár hvert en helgaropnun er í maí og september þegar vel viðrar.


Sparkvöllur og íþróttavöllur eru fast við tjaldsvæðið sem og leiksvæði Hrafnagilsskóla þar sem víkingaskip, litlir leikkofar og sandkassar hafa í áranna rás verið vinsæl leiksvæði barna.

Víkingaskip við Hrafnagilsskóla. Mynd: Karl Frímannsson

 


Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
v/ Hrafnagilsskóla, 605 Akureyri
Sími: 464 8140 / 895 9611
Netfang: sundlaug@esveit.is

 

Síðast uppfært 07. júlí 2020
Getum við bætt efni síðunnar?