Tjaldsvæði

Tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar er staðsett norðan sundlaugar og íþróttamiðstöðvar sveitarinnar. Svæðið er veðursælt og tjaldsvæðið á flötu þurrlendi og því er mögulegt að opna svæðið snemma á vorin. Á tjaldsvæðinu er lítið uppþvottahús með heitu og köldu vatni en snyrtingar og sturta eru í kjallara Íþróttamiðstöðvarinnar. Góð aðstaða er fyrir húsbíla svo sem raftenglar og skólplosun.

Gjaldskrá tjaldsvæðis 2023
Tjald/húsbíll 1.650 kr. á mann nóttin.
Rafmagn 1.050 kr. á sólarhring.
Frítt fyrir börn 17 ára og yngri í fylgd með forráðamönnum.

Gistináttagjald 300kr.- legst ofan á allar seldar gistinætur (hver nótt fyrir hvert stæði, óháð fjölda einstaklinga í gistingu).

Hægt er að bóka stæði fyrirfram á svæðum B, C, D og E á vef Parka: parka.is/eyjafjardarsveit
Tjaldsvæði

Tjaldsvæðinu er skipt upp í 5 svæði og eru nánari útskýringar hér:
Svæði A
• Þetta svæði er ekki hægt að bóka eða panta fyrir fram
• Hér er það “fyrstur kemur, fyrstur fær”
• Gestir á svæði A ganga frá greiðslu í afgreiðslu sundlaugar eða verða rukkaðir af tjaldvörðum
• Á þessu svæði eru 24 rafmagnstenglar
Svæði B
• Þetta svæði er bókanlegt á Parka.is
• Það er hólfað niður í 15 hólf (B1-B15, sjá nánar á korti)
• Hvert hólf á merktan rafmagnstengil, kjósi gestir að nota rafmagn
• Skiptitími í hólfunum er kl 15:00
Svæði C
• Þetta svæði er bókanlegt á Parka.is
• Það er hólfað niður í 12 hólf (C1-C12, sjá nánar á korti)
• Hvert hólf á merktan rafmagnstengil, kjósi gestir að nota rafmagn
• Skiptitími í hólfunum er kl 15:00
Svæði D
• Þetta svæði er bókanlegt á Parka.is
• Ekkert hólfað niður á þessu svæði, opið svæði og gestir velja hvar þeir tjalda við komu
• Gert er ráð fyrir að það geti verið 12 hýsi/einingar á þessu svæði
• Á þessu svæði er 1 rafmagnstengill fyrir hvert hýsi/einingu, kjósi gestir að nota rafmagn
• Skiptitími á svæði D er kl 15:00
Svæði E
• Þetta svæði er bókanlegt á Parka.is
• Það er hólfað niður í 17 hólf (E1-E17, sjá nánar á korti)
• Hvert hólf á merktan rafmagnstengil, kjósi gestir að nota rafmagn
• Skiptitími í hólfunum er kl 15:00
• ATH erum að vinna í að uppfæra kortið af svæðinu þannig að skipting hólfanna sjáist. E1 er strax á vinstri hönd þegar komið er inn á svæði E og E17 strax á hægri hönd. Hólfin raðast svo í númeraröð hringinn.

Fastur opnunartími er 1. júní til 31. ágúst ár hvert en helgaropnun er í maí og september þegar vel viðrar.

Sparkvöllur, ærslabelgur og íþróttavöllur eru fast við tjaldsvæðið sem og leiksvæði Hrafnagilsskóla þar sem víkingaskip, litlir leikkofar, klifurkastali og sandkassar hafa í áranna rás verið vinsæl leiksvæði barna.

Víkingaskip við Hrafnagilsskóla. Mynd: Karl Frímannsson


Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
v/ Hrafnagilsskóla, 605 Akureyri
Sími: 464 8140 / 895 9611
Netfang: sundlaug@esveit.is

Síðast uppfært 04. janúar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?