Atvinnumál

Íbúar Eyjafjarðarsveitar búa að nálægð við Akureyri hvað atvinnulíf varðar og þangað sækja margir íbúanna vinnu.

Stærsti vinnustaður sveitarfélagsins er skólinn en í sveitinni er einnig nokkur fjöldi lítilla fyrirtækja í eigu einstaklinga og félaga. Þá byggir landbúnaður í Eyjafjarðarsveit á langri hefð og sérstaklega er mjólkurframleiðsla mikil og öflug í sveitinni. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd fer með málefni atvinnumála í sveitarfélaginu samkvæmt erindisbréfi sem má sjá hér.

Eyjafjarðarsveit er aðili að Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar (AFE) sem er samvinnuverkefni sjö sveitarfélaga við Eyjafjörð. Yfirlýst stefna félagsins er "... að vera leiðandi afl í uppbyggingu atvinnu og þróunar á Eyjafjarðarsvæðinu með það að markmiði að fjölga atvinnutækifærum, efla hagvöxt, auka fjölbreytileika þeirra starfa sem í boði eru, skapa hagstæð skilyrði fyrir ný verkefni og tækifæri og efla Eyjafjörð sem eftirsóttan valkost til búsetu." Heimasíðu AFE má sjá hér.

Öflug ferðaþónusta er í sveitarfélaginu og margir flottir ferðaþjónustuaðilar með rekstur í gistingu, mat og afþreyingu. Eyjafjarðarsveit er aðili að Markaðsskrifstofu Norðurlands, en markmið hennar er að efla ferðamennsku í héraðinu. Það leiðir af sér aukna atvinnu og fjölbreytileika starfa við uppbyggingu þjónustu við ferðamenn. Heimasíðu markaðsstofunnar má sjá hér.

Síðast uppfært 07. október 2019
Getum við bætt efni síðunnar?