Lýðheilsustyrkur eldri borgara

Eyjafjarðarsveit veitir íbúum sveitarfélagsins 67 ára og eldri styrk til heilsueflingar. Markmið lýðheilsustyrksins er að stuðla að aukinni heilsueflingu, líkamlegri og félagslegri. Styrkur er veittur vegna skráninga- og þátttökugjalda fyrir einstaklinga á aldrinum 67 ára og eldri með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt félagsstarf og líkamsrækt sem stuðlar að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá lýðheilsunefnd. Styrkur nemur aldrei hærri fjárhæð en sem nemur greiddum gjöldum. 

Nálgast má rafræna umsókn á slóðinni hér að neðan eða umsóknareyðublað í íþróttamiðstöðinni.

Umsóknareyðublað fyrir Lýðheilsustyrk eldri borgara 

Síðast uppfært 15. júní 2022
Getum við bætt efni síðunnar?