Tónlistarskóli

Tónlistarskóli Eyjafjarðar er samrekinn af þremur sveitarfélögunum við innanverðan Eyjafjörð, þ.e. Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi og Hörgársveit. Skólinn leggur áherslu á kennslu sem nýtist nemendum við leik og störf og hefur það m.a skilað sér inn í kórastarfi á svæðinu.

Aðalstöðvar skólans eru á tveimur hæðum fyrrum heimavistarhúsnæðis Hrafnagilsskóla en einnig er kennt á vegum skólans í heimavistarhúsnæði Þelamerkurskóla í Hörgárbyggð, gamla skólahúsinu Grenivík auk þess sem skólinn hefur útibú á Akureyri til kennslu nemenda þar, svo sem framhaldsskólanemenda.

Tónlistarskóli Eyjafjarðar starfar í nánum tengslum við grunnskólana á starfssvæðinu og sækja nemendur nám sitt á skólatíma.

Heimasíðu Tónlistarskóla Eyjafjarðar má sjá hér.

Síðast uppfært 21. ágúst 2019
Getum við bætt efni síðunnar?