Umhverfismál

Eyjafjarðarsveit er þekkt sem eitt helsta landbúnaðarframleiðslusvæði landsins og leggur sveitarfélagið áherslu á umhverfisvernd í hvívetna. Umhverfisnefnd sveitarfélagsins fer með málaflokkinn og erindisbréf nefndarinnar má sjá hér.

Umhverfisverðlaun
Um nokkurra ára skeið hefur Eyjafjarðarsveit veitt viðurkenningar fyrir snyrtimennsku og fallegt umhverfi. Þessi viðurkenning er í senn hvatning til íbúa um að huga að umhverfi sínu og útliti eigna og um leið er þetta liður í því að gera heildarmynd sveitarfélagsins sem snyrtilegasta.

Flokkun heimilissorps og heimajarðgerð
Haustið 2011 tók Eyjafjarðarsveit upp nýja starfshætti varðandi losun sorps í sveitarfélaginu. Hvert heimili fékk þá tvær sorptunnur, annars vegar tunnu fyrir óflokkað sorp til urðunar og hins vegar undir flokkað sorp til endurvinnslu. Í tengslum við hið breytta verklag sorplosunar, gaf Eyjafjarðarsveit út bæklingurinn "Flokkun til framtíðar" þar sem fram koma ýmsar upplýsingar um framkvæmd og fyrirkomulag flokkunarinnar. Bæklinginn má sjá hér. Norðan Miðbrautar er lífrænum úrgangi safnað sér en íbúum sunnan Miðbrautar býðst jarðgerðarílát til heimajarðgerða gegn því að greiða 25% af kostnaði ílátsins. Jarðgerðarílátið er kallað t "landbúnaðarráðherrann" og bækling um það má sjá hér.

Losun rotþróa
Í Eyjafjarðarsveit er í gildi samþykkt um losun og hreinsun rotþróa. Samþykktina má lesa hér. Þar kemur fram að sveitarfélagið stendur fyrir losun og hreinsun rotþróa á þriggja ára fresti og að losunargjald er innheimt með fasteignagjöldum.

Síðast uppfært 21. ágúst 2019
Getum við bætt efni síðunnar?