Fréttayfirlit

Fundarboð 644. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 644. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 12. desember 2024 og hefst kl. 17:00.
10.12.2024
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Síðasti opnunardagur fyrir jól er föstudagurinn 20. desember. Þá er opið frá kl. 14.00-16.00. Opið verður föstudaginn 27. desember milli kl. 14.00 og 16.00. Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.
06.12.2024
Fréttir

Verðbreyting á verðskrá Norðurorku hf. fyrir vatnsveitu

Á 303. fundi stjórnar Norðurorku hf. 22. október 2024 var afgreidd fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025. Í undirbúningi fjárhagsáætlunar voru forsendur verðbreytinga skilgreindar. Í þeirri vinnu var horft til fjölmargra þátta svo sem verðlagsþróunar, spár um verðlagsþróun, rekstrarkostnað, viðhaldsþarfa en ekki síst til uppbyggingarþarfa í einstökum veitum fyrirtækisins. Samhliða gerð fjárhagsáætlunar var einnig unnin áætlun um nýfjárfestingar og meiriháttar viðhaldsverkefni til ársins 2030. Við ákvörðun um breytingar á verðskrá var m.a. stuðst við svokallaða vísitölu Norðurorku og í öðru lagi var horft til framkvæmda og fjárfestinga.
04.12.2024
Fréttir

Fræðsla um úrgangsmál

Hvernig á að flokka jóla- og áramótúrganginn Við hjá Terra umhverfisþjónustu tókum saman helstu úrgangs tegundir og viljum deila því með ykkur hvernig sé best að flokka þá til að ná hreinum straumum frá heimilum og fyrirtækjum sem skilar sér aftur inn í hringrásarhagkerfið.
03.12.2024
Fréttir

116.7 km syntir í átakinu Syndum

Í nóvember fór fram átakið Syndum á vegum ÍSÍ en því er ætlað að hvetja landsmenn til að nýta sundlaugar landsins til hollrar hreyfingar. Í íþróttamiðstöðinni í Eyjafjarðarsveit lágu skráningarblöð frammi í afgreiðslunni þar sem þátttakendur skráðu vegalengdina sem synt var hverju sinni. Alls voru það 33 einstaklingar sem skráðu sundferðir og tveir af þeim fóru 20 sinnum í laugina á tímabilinu. Samtals voru syntir 116.7 kílómetrar og voru m.a. þrír einstaklingar sem lögðu meira en 10 km að baki hver.
02.12.2024
Fréttir