Fréttayfirlit

Rafrænn kynningarfundur á veskislausn í íþróttamiðstöð og klippikort gámasvæðis

Eyjafjarðarsveit efnir til rafræns kynningarfundar fimmtudagskvöldið 3. apríl kl. 20:00 um innleiðingu svokallaðrar veskislausnar fyrir kaup og umsýslu korta í sund og líkamsrækt íþróttamiðstöðvarinnar og svo fyrir klippikort gámasvæðis. Á fundinum mun Karl Jónsson forstöðumaður fara yfir þessar breytingar og sýna þátttakendum hvernig þetta nýja fyrirkomulag gengur fyrir sig. Fundurinn fer fram á Teams og er hlekkur á hann hér neðar í textanum.
01.04.2025
Fréttir

Uppfært 2. apríl: Aprílgabb - Fyrsti sjálfvirki heyvagninn kominn og verður til sýnis í Klauf í dag milli 15-17

Uppfært 2. apríl: Aprílgabb! Til að bæta nýtingu í landbúnaði og minnka kolefnisspor verður floti af rafknúnum, sjálfkeyrandi heyvögnum tekinn í notkun í Eyjafjarðarsveit og þeir fyrstu verða teknir í notkun í Klauf sumarið 2025. Vagnarnir munu skynja beitarsvæði, forðast kýr og önnur dýr og sækja rúllur sjálfkrafa og fara með í stæður, í hlöðu eða á önnur beitarsvæði. Öllu er stýrt í appi og bændur geta bæði stillt ferðahraða og slóða. Til að byrja með verður fjárfest í þremur vögnum en með tíð og tíma verður þeim fjölgað. Fyrsti vagninn er þegar kominn á svæðið og verður hægt að skoða hann á milli kl. 15:00 og 17:00 í Klauf í dag.
01.04.2025
Fréttir

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir karlmanni í sumarafleysingastöðu

Íþróttamiðstöðin í Eyjafjarðarsveit leitar að samviskusömum og þjónustulunduðum karlkyns einstaklingi í sumarafleysingarstarf sundlaugarvarðar. Starfið er unnið á vöktum og er ráðningartími frá lokum maí og fram í ágúst. Það snýst um öryggisgæslu í sundlaug, þjónustu við gesti, afgreiðslu og þrif. Í boði er líflegt og skemmtilegt starf, í mjög jákvæðum og skemmtilegum starfsmannahópi.
31.03.2025
Fréttir

Fundarboð 652. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 652. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 27. mars  og hefst kl. 8:00.
25.03.2025
Fréttir

Óskað eftir umsóknum um styrk til menningarmála

Velferðar-& menningarnefnd vekur athygli á því að hægt er að sækja um styrk til menningarmála hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Rafrænt eyðublað má finna á hlekknum hér í fréttinni og undir dálknum stjórnsýsla – skjöl og útgefið efni – umsóknir. Rafrænt eyðublað: https://www.esveit.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/eydublod/umsokn-um-styrk-til-menningarmala Úthlutunarreglur menningarsjóðsins: https://www.esveit.is/static/files/ErindisbrefNefnda/Menningarsjodur.pdf Opið verður fyrir umsóknir til klukkan 12:00 mánudaginn 7. apríl.
25.03.2025
Fréttir

Brúarland - íbúðarsvæði breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 – kynning skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 26. febrúar sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 fyrir íbúðarsvæði ÍB15 í landi Brúarlands í Eyjafjarðarsveit í kynningu skv. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að tvö af þremur íbúðarsvæðum ÍB15 verða skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði, en þó standa eftir tvær lóðir sem verða áfram skilgreindar sem íbúðarbyggð en það eru lóðirnar Brúnagerði 1 og 15. Breytingin er til komin vegna áforma landeiganda að hafa gistiþjónustu á svæðinu.
19.03.2025
Fréttir

Sveitarstjórn auglýsir til leigu tún að Þormóðsstöðum í Sölvadal

Um er að ræða um það bil 27 hektara af túnum sem sveitarfélagið hyggst leigja út í sumar. Kallað er eftir hugmyndum þeirra sem hug hafa á nýtingu túnanna.
13.03.2025
Fréttir

Grenndarstöð opnuð í Hrafnagilshverfi

Grenndarstöð hefur nú verið komið fyrir við leikskólann Krummakot þar sem hægt er að losa sig við nokkra endurvinnsluflokka.
12.03.2025
Fréttir

Fundarboð 651. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 651. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 13. mars 2025 og hefst kl. 08:00.
11.03.2025
Fréttir

Öskudagurinn 5. mars 2025

Allskonar kynjaverur litu við í morgun á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og sungu fyrir smápoka að launum, allt frá gulur, rauður, grænn og blár og upp í þjóðsönginn. Augljóst er að það er ekki verið að ráðast á garðann þar sem hann er lægstur ;-) Þökkum kærlega fyrir komuna og skemmtunina :-) Bestu kveðjur frá starfsfólki skrifstofunnar og skipulags-& byggingarfulltrúa Eyjafjarðar.
05.03.2025
Fréttir