Búast má við óþægindum á umferð í Hrafnagilshverfi vegna framkvæmda á næstu vikum
Íbúar og vegfarendur í Hrafnagilshverfi eiga von á óþægindum vegna framkvæmda við gatnagerð í tengslum við nýtt deiliskipulag hverfisins á næstu vikum en óhjákvæmilega þarf að loka tímabundið syðri gatnamótum Laugartraðar til móts við Skólatröð þegar framkvæmdir hefjast.
14.08.2024
Fréttir