Auglýsingablaðið

1273. TBL 07. janúar 2025

Auglýsingablað 1273. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 7. janúar 2025.

Athugið – aðeins rafrænt blað þessa viku!

 


Iðunnarkvöld – Bókaormar!
Kvenfélagið Iðunn verður með bókakvöld þriðjudaginn 14. janúar kl. 20:00 í fundarherberginu upp á 2. hæð í Laugarborg, dyrnar hægra megin að austan.

Bókaormarnir í félaginu segja frá bókum sem þeir hafa lesið að undanförnu, hvort sem þær hafa verið skemmtilegar eða síður en svo! Allar konur sem mæta eru hvattar til að hafa með sér bækur sem þær hafa verið að lesa undanfarna mánuði og segja frá þeim þetta kvöld.

Kaffi og smá kruðerý á boðstólum.

Nýjar konur velkomnar.

Kvenfélagið Iðunn.
P.s. Kíktu á okkur á facebook

Getum við bætt efni síðunnar?