Auglýsingablað 1276. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 4. febrúar 2025.

Leikskólinn Krummakot í Hrafnagilshverfi leitar eftir starfsfólki í framtíðarstörf
•Leikskólakennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða 100% ótímabundna stöður á deild.
•Starfsfólk í afleysingu inn á deild.
Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 86 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára.
Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands eða Einingu Iðju.
Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem að við flytjum í ágúst og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði.
Menntunar- og hæfniskröfur
•Hæfni samkvæmt reglugerð 1355/2022 um almenna og sérhæfða hæfni kennara og leyfi til að nota starfsheitið kennari.
Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund.
•Góð íslenskukunnátta skilyrði.
•Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Öllum umsóknum verður svarað.
Frekari upplýsingar veita Erna Kárad. eða Sigþóra Baldursd. í síma 464-8120, netföng; erna@krummi.is sigtora@krummi.is

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir starfsmanni tímabundið í móttökueldhús
•Um er að ræða 100% stöðu eða e.t.v tvær 50% stöður.
•Æskilegt er að byrja 15. febrúar fram að sumarlokun. Með möguleika á áframhaldandi ráðningu við önnur störf innan skólans.
Allur matur er eldaður í eldhúsinu í Hrafnagilsskóla þannig að það þarf að taka á móti matnum og græja fyrir bæði matsal og vagna. Síðan er það frágangur og uppvask sem og að sjá um allan þvott, þar sem að hann er mikill á svona stóru heimili.
Menntunar- og hæfniskröfur
•Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund.
•Metnaður og áhugi til að taka þátt í góðu skólastarfi.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Öllum umsóknum verður svarað.
Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is

Barnastarf kirkjunnar fyrir 5.-7. bekk hefst á fimmtudaginn!
TTT hópastarf hefst næstkomandi fimmtudag 6. febrúar kl. 14:00-15:00 í Félagsborg (salnum við hliðina á matsalnum) og verður vikulega fram á vorið.
Öll börn í 5.-7. bekk eru hjartanlega velkomin og þátttaka án endurgjalds.
Áhersla verður lögð á leiki, föndur og alls kyns sköpun. Starfið endar með dagsferð á Hólavatn. Endilega bara að koma og prófa!
Skráning er hjá Tinnu æskulýðsfulltrúa kirkjunnar í gegnum netfangið tinna@akirkja.is

Kvenfélagið Iðunn – Minnum á aðalfundinn okkar í Félagsborg kl. 10:00 laugardaginn 8. febrúar nk.
Að venju verða léttar veitingar og happdrætti.
Nýjar konur velkomnar.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórnin.

Aðalfundur Kirkjukórs Grundarsóknar
verður haldinn seinnipart æfingar þann 24. febrúar í Laugarborg.
Hefðbundin dagskrá aðalfundar.
Stjórnin.