Auglýsingablaðið

1277. TBL 18. febrúar 2025

Auglýsingablað 1277. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 18. febrúar 2025.
Því miður var ekkert auglýsingablað þriðjudaginn 11. febrúar.

 


VILTU VERÐA HLUTI AF SUMRINU Í EYJAFJARÐARSVEIT? 
Við leitum að tveimur lífsglöðum tjaldvörðum til að gera sumarið enn betra á tjaldsvæðinu okkar!

Þetta er draumastarfið fyrir þig sem:

  • Hefur gaman af því að hitta fólk frá öllum heimshornum
  • Nýtur þess að vera úti í náttúrunni
  • Ert með mikla þjónustulund og brosmild(ur)
  • Talar ensku (önnur tungumál eru kostur!)
  • Hefur metnað til að halda umhverfinu snyrtilegu
  • Getur unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði

Helstu verkefni:

  • Taka á móti gestum og veita þeim góða þjónustu
  • Halda tjaldsvæðinu hreinu og snyrtilegu
  • Sinna vöktun á gámasvæði tvisvar í viku
  • Sláttur og umhirða tjaldsvæðis
  • Tekur þátt í umhirðu íþróttasvæðis
  • Önnur tilfallandi verkefni

Við bjóðum:

  • Lifandi og skemmtilegt sumarstarf
  • Vaktavinnu, kl. 8:00-14:00 aðra vikuna og 14:00-20:00 hina, frí aðra hvora helgi (með fáum álagstengdum undantekningum)
  • Frábært starfsumhverfi í fallegri sveit
  • Góðan starfsanda

Aldurstakmark 20 ár.

Tekið er á móti umsóknum á netfanginu karlj@esveit.is. Þeim þarf að fylgja kynningarbréf og ferlisskrá.
Nánari upplýsingar veitir Karl Jónsson forstöðumaður á netfanginu karlj@esveit.is eða í síma 464-8140 fyrir kl. 16:00.

 


Fiskikvöld KKE
Karlakór Eyjafjarðar efnir til stórveislu í Skeifunni, Félagsheimili Léttis á Akureyri, föstudaginn 21. febrúar kl. 19:00. Þar verður á boðstólum siginn fiskur með hamsatólg og nýbökuðu rúgbrauði ásamt Þórustaðarkartöflum. Eitthvað fljótandi verður einnig hægt að fá, sem breytir salnum í sjávarþorpskrá.

Söngur, grín og mikið gaman.
Verð kr. 4500,-

Allir eru velkomnir.

Panta þarf miða í síma 864-7096 Jón eða 661-7627 Páll.
Síðast var uppselt.

Karlakór Eyjafjarðar.

 


Handverksmessa í Saurbæjarkirkju sunnudaginn 23. febrúar kl. 13:00
Ræðukona er G. Hadda Bjarnadóttir handverks- og myndlistarkona og eigandi Dyngjunnar-listhúss.
Kirkjukór Grundarsóknar syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Prestur er Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Auður Thorberg.
Sóknarnefnd býður upp á vöfflukaffi í Smámunasafninu eftir messu í tilefni Konudags.
Verið öll hjartanlega velkomin!

 


Kaffihlaðborð í Laugarborg
Karlakór Eyjafjarðar verður með stórglæsilegt kaffihlaðborð í Laugarborg á sunnudaginn 23. febrúar nk. (konudaginn) frá kl. 14:00 til 16:00.
Kórinn syngur nokkur lög kl. 14:15 og kl. 15:30.
Frítt fyrir 6 ára og yngri, 1.000 kr. fyrir 7 til 14 ára og 4.000 kr. fyrir 15 ára og eldri.
Söngur, grín og gleði.
Allir eru velkomnir.

 


Kirkjugarðar Laugalandsprestakalls
Tilboð óskast í hirðingu kirkjugarðanna sumarið 2025.

Í því felst að slá eftir þörfum (allt að 6 sinnum á sumri) og fjarlægja gras úr kirkjugörðunum á Grund, í Saurbæ, á Hólum, á Möðruvöllum, á Munkaþverá og í Kaupangi.
Auk þessa, sláttur undan girðingu og í næsta umhverfi, 1-2 sinnum á sumri.

Tilboð skulu berast fyrir 1. mars nk. á netfangið hjorthar@mi.is.
Nánari upplýsingar veitir Hjörtur í síma 894-0283. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Stjórn Kirkjugarða Laugalandsprestakalls.

 


Land míns föður í Freyvangsleikhúsinu

Frumsýning á verkinu Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson með tónlist eftir Atla Heimir Sveinsson, verður frumsýnt hjá Freyvangsleikhúsinu föstudagskvöldið 28. febrúar kl. 20:00.

Land míns föður er söngleikur um stríðsárin í Reykjavík, hernámið og það sem því fylgdi. Hvaða áhrif hafði hernámið á íslendinga, einstaklinga og þjóðlífið í heild? Athyglin beinist að unga parinu Báru og Sæla og fólkinu í kringum þau. Þau eru að hefja búskap þegar stríðið skellur á. Sæli kýs að fara frekar á sjóinn en í Bretavinnuna, en Bára og móðir hennar opna þvottahús sem þjónar hernum. Bára kynnist breskum liðsforingja og í fjarveru Sæla fella þau hugi saman. Ýmislegt gengur á áður en yfir lýkur og hlökkum við til að ferðast með ykkur aftur í tímann.

Miðasala er í fullum gangi á tix.is og í síma 857-5598.

 


Iðunnarkvöld í kvöld kl. 20:00 í fundarherberginu í Laugarborg
„Létt og laggott“ á boðstólum. Notaleg saumaklúbbsstemning ☺️
Endilega láttu sjá þig með eða án handavinnu, en góða skapið er skilyrði 😉
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar; núverandi, nýjar, gamlar, ungar og allar jafn góðar ❤️
2. flokkur Kvenfélagsins Iðunnar.

Getum við bætt efni síðunnar?