Auglýsingablaðið

1286. TBL 22. apríl 2025

Auglýsingablað 1286. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 22. apríl 2025.

 


Umferðaröryggisáætlun
Atvinnu- og umhverfisnefnd kallar eftir ábendingum frá íbúum Eyjafjarðarsveitar um hvar umferðaröryggi er ábótavant í sveitarfélaginu. Ábendingar óskast sendar á netfangið esveit@esveit.is fyrir 21. maí nk.

Umhverfisáætlun 2022 er að finna hér á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.

 


Lausar stöður í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit
Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Hrafnagilsskóli hefur sýn sem byggir á skilningi, fagmennsku og dyggðum. Agastefna skólans er Jákvæður agi og meðal einkenna skólans er umhverfismennt, öflug list- og verkgreinakennsla ásamt nýtingu tækni til náms. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is.

Óskað er í eftirfarandi stöður frá og með 1. ágúst 2025:

*Kennari í heimilisfræði í 80% starf. *Afleysingastaða - íþróttakennari í 60% hlutastarf. *Starfsfólk í frístund - vinnutími milli kl. 14:00-16:00 og einhverja daga frá kl. 12:00. *Skólaliði í 75% starf.

Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2025.

Sjá nánari upplýsingar um störfin á heimasíðum Hrafnagilsskóla og Eyjafjarðarsveitar.

 

 

Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar
Verið velkomin á aðalsafnaðarfund Grundarsóknar sem haldinn verður í Sólgarði þriðjudagskvöldið 22. apríl kl. 20:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Tilvalið tækifæri til hafa áhrif á kirkjustarfið í sveitinni okkar.

 

 


Vortónleikar Karlakórs Eyjafjarðar
verða haldnir í Laugarborg sunnudaginn 27. apríl kl. 16:00.
Stjórnandi: Guðlaugur Viktorsson
Píanó: Daníel Þorsteinsson
Einsöngur: Engilbert Ingvarsson, Gunnar Berg Haraldsson og Stefán Markússon
Á efnisskrá eru allskonar lög úr öllum áttum, fjölbreytt og skemmtileg dagskrá.
Kórinn er flottur, léttur og þéttur. Félagarnir Viktorsson og Þorsteinsson stela stundum senunni.
Miðasala við innganginn meðan húsrúm leyfir. Miðaverð kr. 4.000
Karlakór Eyjafjarðar.

 


Velkomin á aðalfund Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar
29. apríl kl. 20:00 á Brúnum.
Hefðbundin aðalfundarstörf en að auki fjögur spennandi örerindi frá:

  • Sigurði Steingrímssyni um Búvélasafn Eyjafjarðar.
  • Níelsi Ómarssyni um torfbæinn á Hólum - sem þarf að bjarga!
  • Kjartani Sigurðssyni um stækkun Skógarbaðanna.
  • Fulltrúa Markaðsstofu Norðurlands um ávinning þess að vera félagi í samtökunum.

Léttar veitingar! Nýir félagar velkomnir - alltaf gaman að hittast og láta sig dreyma.
Stjórnin.

 


Liðka - styrkja - slaka:
Það er hægt að mæta í mjúka og rólega jógatíma í Hjartað í Hrafnagilsskóla kl. 17:00-18:15 á eftirtöldum dögum: 24. apríl og 1. og 8. maí. Það þarf ekki að skrá sig á heilt námskeið, hægt að mæta í staka tíma. Skráning á netfanginu ingileif@bjarkir.net. Ingileif Ástvaldsdóttir, jógakennari í Litlu jógastofunni https://www.facebook.com/litlayogastofan

 


Aðalfundarboð Veiðifélags Eyjafjarðarár.

Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár starfar í samræmi við lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði og á grundvelli samþykkta félagsins. Í 9. gr. samþykkta félagsins er kveðið á um hvaða mál skal taka fyrir á aðalfundi:

  1. Skýrsla stjórnar fyrir reikningsárið 1/10 2023–30/9 2024.
  2. Reikningar félagsins fyrir reikningsárið 1/10 2023–30/9 2024.
  3. Rekstraáætlun fyrir næsta rekstrarár.
  4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna.
  5. Pollurinn veiðistjórnun og fyrirhugað veiðibann.
  6. Önnur mál.

Í samræmi við hlutverk okkar sem stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár, samanber ofanritað, þá boðum við til aðalfundar í Veiðifélagi Eyjafjarðarár að Ytra-Gili Eyjafjarðarsveit 30. apríl 2025 klukkan 20:00.

 

Getum við bætt efni síðunnar?