Auglýsingablað 1287. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 29. apríl 2025.

Leikskólinn Krummakot - það verður veisla í ágúst!
Leikskólinn Krummakot flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði þar sem öll aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk verður til fyrirmyndar og hugað er sérstaklega að góðri hljóðvist og lýsingu.
Nú vantar okkur áhugasama og metnaðarfulla deildarstjóra og leikskólakennara til starfa.
Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi 12 km sunnan Akureyrar. Í skólanum eru nú 86 börn. Einkunnarorð skólans eru „Leikur er okkar nám“
Skólasýn er: Virðing, góðvild og festa þar sem gleði og fagmennska ríkir.
Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða.
Við leggjum áherslu á Jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Allir nemendur hafa aðgang að góðri aðstöðu til hreyfingar í íþróttahúsi og fá einnig tónlistarstund með tónlistarkennara einu sinni í viku.
Nánari upplýsingar á starfsemi leikskólans má finna á heimasíðu: https://krummakot.leikskolinn.is
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennaranámi eða öðru kennaranámi sem veitir leyfisbréf til kennslu eða annarri háskólamenntun (B.s, B.a., B.ed.) sem nýtist í starfi.
- Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar eru mikilvægir eiginleikar.
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
- Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við KÍ.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Umsóknarfrestur til 1. maí og öllum umsóknum er svarað.
Frekari upplýsingar veita Erna Káradóttir eða Sigþóra Baldursdóttir í síma 464-8120, netfang: erna@krummi.is - sigtora@krummi.is

Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2025
Dagana 5. – 10. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að skrá nemendur í verðandi 1. bekk (börn fædd 2019) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.
Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga, skráning er ekki bindandi.
Skráning fer fram hjá ritara skólans á virkum dögum milli kl. 9:00-14:00 í síma 464-8100.
Skólastjóri.

Sumarstarf flokkstjóra vinnuskóla Eyjafjarðarsveitar
Starfstími vinnuskólans er frá byrjun júní fram í ágúst.
Helstu verkefni eru m.a.:
- Stjórna starfi nemenda vinnuskólans
- Leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu
- Vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum
- Halda utan um mætingar og ástundun nemenda
Hæfniskröfur:
- Bílpróf er skilyrði
- Hafa gott vald á íslensku
- Áhersla er lögð á vinnusemi, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Vera góð fyrirmynd
- Skipulag, stundvísi og jákvæðni
- Reynsla af starfi með unglingum er kostur
Næsti yfirmaður er forstöðumaður eignasjóðs.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Umsóknarfrestur er til og með 10. maí. Tekið er á móti umsóknum á netfangið esveit@esveit.is
Nánari upplýsingar um starfið gefur Davíð forstöðumaður eignasjóðs, í síma 894-3118 eða á david@krummi.is

Umferðaröryggisáætlun
Atvinnu- og umhverfisnefnd kallar eftir ábendingum frá íbúum Eyjafjarðarsveitar um hvar umferðaröryggi er ábótavant í sveitarfélaginu. Ábendingar óskast sendar á netfangið esveit@esveit.is til og með 20. maí nk.
Umhverfisáætlun 2022 er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar https://www.esveit.is/static/files/Umferdaroryggismal/22.05.06-umferdaroryggisaaetlun-eyjafjardarsveitar-utgefin.pdf

Opið fjóra laugardaga í maí!
Takk fyrir komuna á sumardaginn fyrsta í tilefni Opinna dyra og eyfirska safnadagsins! Þvílík og önnur eins mæting! Þið sem ekki komust þurfið ekki að örvænta því nú förum við að skríða úr vetrarhýðinu!
Það verður opið á þessum laugardögum í maí frá kl. 14:00-17:00: 3. maí, 10. maí, 17. maí og 31. maí og síðan næstum daglega í júní, júlí og ágúst frá kl. 13:00-17:00!
Einnig viljum við ráða áhugasöm ungmenni í sumarstörf í afgreiðslu og þrif. Jákvætt viðmót, vinnusemi og snyrti mennska skilyrði. Aldurstakmark 14 ára á árinu. Greitt skv. kjarasamningi Einingar-Iðju. Umsóknir sendist til info@haelid.is