Auglýsingablaðið

1290. TBL 20. maí 2025

Auglýsingablað 1290. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 20. maí 2025.



Vinnuskóli 2025 – miðað er við að skráningu ljúki 20. maí

Opið er fyrir rafrænar skráningar í vinnuskólann sumarið 2025 á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar – https://www.esveit.is/is/thjonusta/menntun-1/vinnuskoli

Aldur F.ár Laun með orlofi Orlof 13,04% Laun án orlofs Hlutfall af l.fl. 117
14 ára 2011 1.509 kr. 174,1 kr. 1.335 kr. 44%
15 ára 2010 1.646 kr. 189,9 kr. 1.456 kr. 48%
16 ára 2009 2.092 kr. 241,3 kr. 1.851 kr. 61%


Tónlistarskóli Eyjafjarðar – Tónleikar
Í dag þriðjudaginn 20. maí kl. 20.00 verða haldnir Mið- og framhaldstónleikar í Laugarborg. Þar koma fram nokkrir af okkar lengra komnum nemendum.
Þar kemur fram meðal annarra Guðrún María Aðalsteinsdóttir sem var að ljúka framhaldsprófi og spilar verk úr sinni efnisskrá.
Píanótónlist er áberandi á dagskránni en einnig koma fram harmoniku nemendur og nemandi úr rythmísku söngnámi.
Það eru allir velkomnir og upplagt tækifæri til að heyra í nokkrum af okkar lengra komnu nemendum.
Kveðja úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar, Guðlaugur Viktorsson, skólastjóri.

 


Opinn fundur Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar
Ferðamálafélagið býður öllum sem hafa áhuga á fund að Brúnum þriðjudaginn 20. maí kl. 20:00 til að ræða áhuga og mögulega þátttöku á e.k. innansveitar ævintýri í sumar þar sem horft er til Sæludaga í Hörgársveit.
Það væri gaman að koma saman og raða upp viðburðum fyrir unga sem aldna um alla sveit án þess að kosta miklu til. Aðalmarkmiðið er að brydda upp á einhverju fyrir fólkið í sveitinni en auðvitað eru aðrir gestir líka velkomnir.
Hvetjum alla til að fjölmenna á fundinn og hafa áhrif á hvernig þessi dagur/dagar gætu litið út. Allt opið og um að gera að mæta með sínar hugmyndir. Dagsetning óráðin en stefnt að helgardegi í ágúst.
Stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar.



Vorferð Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit dagana 27.-30. maí
Lagt verður af stað frá Laugarborg kl. 9:00 og 9:15 frá Skautahöllinni.
Eftirstöðvar greiðslu eru 100 þúsund sem þið leggið inn á reikning
0370-26-042168, kennitala 121152-5689 í síðasta lagi 22. maí.
Ferðaáætlun í grófum dráttum:
27.5. Akureyri - Hvammstangi - Króksfjarðarnes - Patreksfjörður
28.5. Örlygshöfn - Breiðavík - Látrabjarg? - Rauðisandur
29.5. Bíldudalur - Hrafnseyri - Tálknafjörður
30.5. Flókalundur - Reykhólar - Búðardalur - Blönduós - Akureyri.
Innifalið er ferðir, gisting, morgunverður, léttur hádegisverður, eftirmiðdagskaffi og kvöldverður. Einnig aðgangseyrir á sýningar.
Það er upplagt að taka með sér sundföt ef við skyldum komast í sundlaug.
Ferðanefndin.


Iðunnarkvöld – Fimmtudaginn 22. maí kl. 20:00, við ætlum að breyta til og vera í Félagsborg í þetta sinn. Endilega grípið létta handavinnu með ykkur ef þið vilið. 1. flokks veitingar á boðstólum í boði 2. flokks ;-)
Kvenfélagið Iðunn.

 


Opnunartími í maí 2025
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar vekur athygli á því að opið er fyrir almenning skv. vetraropnunartíma nú í vikunni þrátt fyrir að Akureyrarlaug sé lokuð. Það er opið daglega kl. 6:30-8:00 og kl. 14:00-22:00 virka daga og kl. 10:00-19:00 um helgar.

Mánudaginn 26. maí lokum við í þrjá daga vegna námskeiða starfsfólks og viðhalds. Opnum aftur á Uppstigningardag skv. helgaropnunartíma kl. 10:00-19:00. Sumaropnunartíminn tekur síðan gildi laugardaginn 31. maí. Þá verður opið á virkum dögum frá kl. 6:30-22:00 og um helgar frá kl. 10:00-20:00.

 


Umferðaröryggisáætlun
Atvinnu- og umhverfisnefnd kallar eftir ábendingum frá íbúum Eyjafjarðarsveitar um hvar umferðaröryggi er ábótavant í sveitarfélaginu. Ábendingar óskast sendar á netfangið esveit@esveit.is fyrir 21. maí nk.
Umferðaröryggisáætlun 2022 er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar https://www.esveit.is/static/files/Umferdaroryggismal/22.05.06-umferdaroryggisaaetlun-eyjafjardarsveitar-utgefin.pdf

 


Sveitarstjórnarfundur
656. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 22. maí og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 


Kynning á fermingarfræðslu næsta vetrar
Stuttur kynningarfundur fer fram í Munkaþverárkirkju fimmtudagskvöldið 22. maí kl. 20:00. Öll ungmenni fædd árið 2012, foreldrar þeirra og forráðafólk eru hjartanlega velkomin. Farið verður yfir hvernig fræðslunni verður háttað næsta haust og vetur. Nýjungar kynntar, fermingardagar ræddir og öllum spurningum svarað. Hlakka til að sjá sem flest.
Jóhanna prestur, johanna.gi@kirkjan.is, S: 696-1112.

 


Sumarlokun bókasafnsins
Eins og venjulega lokar almenningsbókasafnið yfir sumarið og opnar aftur í byrjun september.
Föstudagurinn 30. maí er síðasti opnunardagur á þessu vori.
Þá er opið frá kl. 14:00-16:00.
Gott væri að minna skólabörnin á að skila því sem þau eru með af safninu.
Ég vil þakka öllum þeim sem nýttu sér safnið í vetur. Vonandi verða enn fleiri næsta vetur sem koma í heimsókn og nýta sér það sem hér er í boði.
Með sumarkveðju, bókavörður.

 


Kaffihlaðborð Hjálparinnar Funaborg, 1. júní 13:30-17:00
Kvenfélagið Hjálpin heldur sitt margrómaða kaffihlaðborð á Melgerðismelum sunnudaginn 1. júní, þar munu borðin svigna undan kökum og kruðeríi.
Fullorðnir 3.500 kr., grunnskólabörn 1.500 kr., yngri borða frítt.
Hlökkum til að sjá ykkur.

 


Veiðifélag Eyjafjarðarár kemur til með að greiða út arð samkvæmt gildandi arðskrá í kjölfar aðalfundar 30. apríl 2025. Arðskráin er m.a. birt í viðburðadagatalinu á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar og biðjum við eigendur jarðanna um að senda okkur upplýsingar um bankareikning til að greiða inn á, ef það hafa orðið breytingar frá síðustu arðgreiðslu, á netfangið hermann@enor.is.

Getum við bætt efni síðunnar?