Auglýsingablaðið

1293. TBL 10. júní 2025

Auglýsingablað 1293. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 10. júní 2025.


Ferðalag kvenfélagsins Iðunnar verður 21. júní
Lagt verður af stað kl. 10:00 frá Laugarborg og 10:15 frá Skautahöllinni. Farið verður út í Svarfaðardal og endað á kvöldverði á veitingastaðnum Eyri á Hjalteyri.
Minnt er á skráningu á facebook-síðu félagskvenna eða að hringja og láta konur í ferðanefndinni vita. Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 16. júní.
Anna, Ásta, Birgit og Jóhanna Bára.

 


Kæru félagar FEBE
Nú er félagsstarfinu lokið, og þá taka við göngutúrarnir. Núna ætlum við að breyta til og ganga eftir hádegi á þriðjudögum. Byrjum 3. júní, mæting kl. 14:00. Þá verður lagt af stað.

3. júní Austurbakki Eyjaf.ár, gengið í suður, frá miðbraut

10.--- Gengin gamli vegur úr Hverfinu, suður í Botnsreit

24.--- Gamli vegur meðfram Leifstaðarbrúnum

1. júlí Hringur í Hrafnagilshverfi

8.--- Listamennirnir í Oddeyrargötu á Akureyri heimsóttir

15.--- Hitaveituvegur hjá Laugalandi

22.--- Kjarnaskógur

29.--- Lystigarðurinn

5. ágúst Göngustígur, Teigur---Gil

12.--- Gömlu brýrnar

19.--- Austurbakka Eyjaf.ár í norður frá miðbraut

26.--- Skógarböðin

Þetta er birt með fyrirvara um breytingar og mun ég setja jafnóðum inn á síðuna okkar, hvar á að mæta í hvert sinn.
Upplýsingar veita; Sveinbjörg í s. 846-3222, Bergljót s. 864-8414 og Edda s. 894-1303.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?