Auglýsingablaðið

1294. TBL 24. júní 2025

Auglýsingablað 1294. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 24. júní 2025.
Því miður var ekkert auglýsingablað í síðustu viku.

 


Sveitarstjórnarfundur
658. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 26. júní og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 


Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit
Leikskólinn Krummakot flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði þar sem öll aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk verður til fyrirmyndar og hugað er sérstaklega að góðri hljóðvist og lýsingu.

Laus störf eru í móttökueldhús og í blönduð störf, sjá mynd hér fyrir neðan:
Umsóknarfrestur til 4. júlí og öllum umsóknum er svarað.
Frekari upplýsingar veita Erna Káradóttir eða Sigþóra Baldursdóttir í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is - sigtora@krummi.is

Getum við bætt efni síðunnar?