Auglýsingablað 1300. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 19. ágúst 2025.

Kaffihlaðborð Hjálparinnar í Funaborg 31. ágúst 13:30-17:00
Kvenfélagið Hjálpin heldur sitt margrómaða kaffihlaðborð í Funaborg á Melgerðismelum sunnudaginn 31. ágúst. Þar munu borðin svigna undan kökum og kruðeríi.
Fullorðnir 3.500 kr., grunnskólabörn 1.500 kr. og yngri borða frítt.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Göngur og réttir 2025
Fyrri göngur fara fram 4.-7. september.
Seinni göngur fara fram 20.-21. september.
Hrossasmölun verður 3. október og stóðréttir 4. október.
Dagsferð Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit verður farin 10. september.
Farið verður um Skagafjörð austan vatna með leiðsögn heimamanns og til baka um Siglufjörð.
Nánar auglýst síðar.
Ferðanefndin, Leifur, Páll og Sveinbjörg.