Auglýsingablað 1300. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 2. september 2025.

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Bókasafnið opnar aftur fyrir almenning í dag þriðjud. 2. september.
Þá er safnið opið sem hér segir:
Þriðjudaga frá 14.00-17.00
Miðvikudaga frá 14.00-17.00
Fimmtudaga frá 14.00-18.00
Föstudaga frá 14:00-16:00
Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna.
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan. Einnig er hægt að nota sundlaugarinnganga og ganga úr anddyri niður í kjallara.

Langar þig ekki að vera með í skemmtilegu kórstarfi í góðum félagsskap?
Karlakór Eyjafjarðar verður 30 ára á næsta starfsári sem verður án efa bæði fjölbreytt og skemmtilegt enda karlarnir hressir og Guðlaugur söngstjóri afburðafær. Kórinn getur bætt við sig mönnum í allar raddir.
Rannsóknir sýna að kórsöngur hefur jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu og hjálpar til við að draga úr streitu og kvíða.
Áhugasamir hafi samband við Guðlaug söngstjóra í síma 898 0525, Valgeir Anton formann í síma 862-4003. Eða bara mæta á æfingu í Laugarborg miðvikudaginn 3. september klukkan 19:30.

Æfingar hjá Kirkjukór Grundarsóknar hefjast mánudaginn 8. september klukkan 20:00 í Laugarborg.
Við bjóðum nýja félaga velkomna í allar raddir.
Sjáumst!
Nánari upplýsingar hjá:
Ármanni formanni 777-0367
Sigríði Hrefnu ritara 866-4741
Þorvaldi kórstjóra og organista 846-9202
Haustferðalag FEBE
Ferðanefndin minnir á skráningu í haustferðina 10. september. Hægt að skrá sig hjá Leifi í síma 894-8677, Sveinbjörgu í síma 846-3222 og Páli í síma 661-7627. Vinsamlegast látið vita í síðasta lagi 4. september.
Ferðin kostar 18.000 kr.
Hægt er að greiða fyrir ferðina á reikning kt. 121152-5689, rnr. 0370-26-042168.
Leiðarlýsingin er í stórum dráttum þessi:
Lagt af frá Laugarborg kl. 9:00 og korteri seinna frá Skautahöllinni.
Gunnar Rögnvaldsson leiðsögumaður kemur í bílinn þar.
Dagskráin í stórum dráttum:
Stóru-Akrar – gróðurhöllin, Flugumýrarhvammur – nýtt fjós skoðað og fallegur garður. Blöndudalur – Hjaltadalur. Dalakaffi – súpa og kaffi og með'ðí. Kirkjan í Hofi sem er nýuppgerð skoðuð. Brúnastaðir í Fljótum til að kynnast heimavinnslu afurða þar á bæ. Siglufjörður. Síðan til baka og á leiðinni heim förum við á veitingastað og fáum kvöldverð.