Auglýsingablaðið

1301. TBL 09. september 2025

Auglýsingablað 1301. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 9. september 2025.


Sveitarstjórnarfundur
661. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 11. september og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 


Helgihald í kirkjum Eyjafjarðarsveitar á haustdögum og til áramóta

21. september - messa í Kaupangskirkju kl. 13:30
28. september -messa í Hólakirkju kl. 13:00

5. október - afmælismessa í Grundarkirkju kl. 13:00
19. október - messa í Munkaþverárkirkju kl. 13:00

2. nóvember - Allra heilagra messa í Möðruvallakirkju kl. 20:00

7. desember - aðventukvöld í Grundarkirkju kl. 20:00
24. desember - aftansöngur í Grundarkirkju kl. 22:00
25. desember - hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13:30
26. desember - hátíðarmessa í Munkaþverárkirkju kl. 13:00

 


Bókaklúbbur á bókasafni Eyjafjarðarsveitar - Allir velkomnir

Í vetur verður bókaklúbbur haldinn fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 16:30 á bókasafninu fyrir alla sem vilja hittast yfir kaffibolla og spjalla um lesefnið hverju sinni. Utanumhald er í höndum Önnu Guðmundsdóttur og Guðrúnar Arnbjargardóttur, úr Kvenfélaginu Iðunni.

Fyrsta bókin er; Kular af degi, höf. Kristín Marja Baldursdóttir.
Hægt er að nálgast eintök hjá Margréti bókasafnsstýru á bókasafninu.

Þeir sem taka þátt í bókaklúbbnum skiptast á að tilnefna bók mánaðarins.

Oftast ;-) fyrsti fimmtudagur í mánuði:

2. október
6. nóvember
4. desember
8. janúar
5. febrúar
5. mars
9. apríl

Hlökkum til að sjá ykkur á bókasafninu :-)

Getum við bætt efni síðunnar?