Auglýsingablað 1302. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 16. september 2025.

Aðal- og deiliskipulagsbreyting Brúarlands í Eyjafjarðarsveit
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 5. júní sl. að kynna vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar vegna skilgreiningar verslunar- og þjónustusvæðis að Brúarlandi ásamt breytingu á greinargerð deiliskipulags fyrir íbúum og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í því að meginhluti tveggja af þremur íbúðarsvæðum ÍB15 verða skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði Skipulagssvæðið. samhliða því verða gerðar breytingar á deiliskipulagi þar sem skipulagsskilgreiningu svæðisins í gildandi aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030, verður breytt úr íbúðarbyggð í verslunar- og þónustusvæði. Þannig verði 13 lóðir af 15 á skipulagssvæðinu hæfar til reksturs langtíma gistiþjónustu.
Skipulagstillagan er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 10 og 11. 19. september 2025, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is og á vef Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 333/2025 og 1107/2025. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri á þessum tíma. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is
Brúarland (ÍB 15), breytingar á skilgreiningu í ASK (2501006)
Deiliskipulagsbreyting Brúarlands í Eyjafjarðarsveit

Haustmessa í Kaupangskirkju sunnudaginn 21. september kl. 13.30
Söngfélagar í Kaupangskirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista.
Prestur Hildur Eir Bolladóttir og meðhjálpari Hansína María Haraldsdóttir.
Verið öll velkomin!

Bleika slaufan í október
Við í Lionsklúbbnum Sif leggjum Dekurdögum lið í sölu bleiku slaufunnar sjötta árið í röð. Við setjum pantaðar slaufur á skilti/póstkassa og tökum svo niður í lok október. Slaufan kostar að lágmarki 5.000 kr.
Allur ágóði slaufusölunnar rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og hefur slaufusala Dekurdaga verið einn mikilvægasti stuðningur félagsins um árabil. Í fyrra safnaði Sif rúmri milljón og í heild náðu Dekurdagar að safna og afhenda KAON 6,7 milljónum.
Hægt er að panta slaufu fyrir 1. október, með því að senda póst á netfangið lionsklubburinnsif@gmail.com eða kommenta undir auglýsingunni á facebooksíðunni Lionsklúbburinn Sif.
Þitt framlag skiptir máli 🎀
Með fyrirfram þökkum fyrir stuðninginn, Lkl. Sif.

Haustfundur og léttar veitingar
Haustfundurinn okkar verður fimmtudaginn 25. september kl. 19:30 í Félagsborg, Skólatröð 9.
Léttar veitingar.
Nýjar konur velkomnar 😊
Skráning á idunn@kvenfelag.is


Bókaklúbbur á bókasafni Eyjafjarðarsveitar - Allir velkomnir
Í vetur verður bókaklúbbur haldinn fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 16:30 á bókasafninu fyrir alla sem vilja hittast yfir kaffibolla og spjalla um lesefnið hverju sinni. Utanumhald er í höndum Önnu Guðmundsdóttur og Guðrúnar Arnbjargardóttur, úr Kvenfélaginu Iðunni.
Fyrsta bókin er; Kular af degi, höf. Kristín Marja Baldursdóttir.
Hægt er að nálgast eintök hjá Margréti bókasafnsstýru á bókasafninu.
Þeir sem taka þátt í bókaklúbbnum skiptast á að tilnefna bók mánaðarins.
Oftast 😉 fyrsti fimmtudagur í mánuði:
2. október
6. nóvember
4. desember
8. janúar
5. febrúar
5. mars
9. apríl
Hlökkum til að sjá ykkur á bókasafninu 🙂