Auglýsingablaðið

1303. TBL 23. september 2025

Auglýsingablað 1303. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 23. september 2025.


Sveitarstjórnarfundur
662. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtud. 25. september og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 


Laus er til umsóknar 50-100% staða við Krummakot – sérkennsla
Leitað er eftir starfsfólki sem hefur háskólamenntun í þroskaþjálfun, iðjuþjálfun eða annarri uppeldismenntun. Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar https://www.esveit.is/eyjafjardarsveit

 


Messa í Hólakirkju sunnudaginn 28. september kl. 13:00
Kirkjukór Grundarsóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista.
Prestur Aðalsteinn Þorvaldsson og meðhjálpari Sveinn Rúnar Sigmundsson.
Verið öll hjartanlega velkomin!

 


Bleika slaufan í október
Við í Lionsklúbbnum Sif leggjum Dekurdögum lið í sölu bleiku slaufunnar sjötta árið í röð. Við setjum pantaðar slaufur á skilti/póstkassa og tökum svo niður í lok október. Slaufan kostar að lágmarki 5.000 kr.

Allur ágóði slaufusölunnar rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og hefur slaufusala Dekurdaga verið einn mikilvægasti stuðningur félagsins um árabil. Í fyrra safnaði Sif rúmri milljón og í heild náðu Dekurdagar að safna og afhenda KAON 6,7 milljónum.

Hægt er að panta slaufu fyrir 1. október, með því að senda póst á netfangið lionsklubburinnsif@gmail.com eða kommenta undir auglýsingunni á facebooksíðunni Lionsklúbburinn Sif.

Þitt framlag skiptir máli 🎀
Með fyrirfram þökkum fyrir stuðninginn, Lkl. Sif.

 


Haustfundur og léttar veitingar
Minnum á Haustfundinn okkar fimmtudaginn 25. september kl. 19:30 í Félagsborg, Skólatröð 9. Léttar veitingar. Nýjar konur velkomnar 😊
Skráningu lýkur í dag kl. 20:00 á idunn@kvenfelag.is 

 


Allir velkomnir í bókaklúbb á bókasafni Eyjafjarðarsveitar 2. okt. kl. 16:30
Fyrsta bókin sem farið verður yfir er; Kular af degi, höf. Kristín Marja Baldursdóttir. Hægt er að nálgast eintök á bókasafninu.
Verðum svo 1x í mán. í vetur: Oftast 😉 fyrsta fimmtudag í mánuði: 6. nóv., 4. des., 8. jan., 5. feb., 5. mars, 9. apríl og sjáum til með maí.
Hlökkum til að sjá ykkur á bókasafninu 🙂
Kvenfélagið Iðunn.

Getum við bætt efni síðunnar?