Auglýsingablaðið

1304. TBL 30. september 2025

Auglýsingablað 1304. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 30. september 2025.


Hrossasmölun og stóðréttir 2025
Hrossasmölun verður föstudaginn 3. október og stóðréttir í framhaldi þann 4. október kl. 10:00 í Þverárrétt og kl. 13:00 í Melgerðismelarétt.
Gangnaseðlar eru aðgengilegir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.



Hátíðarmessa í tilefni 120 ára afmælis Grundarkirkju sunnudaginn 5. október kl. 13.00
Sr. Gísli Gunnarsson Hólabiskup prédikar og sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar fyrir altari. Meðhjálpari er Hjörtur Haraldsson og Auður Thorberg les ritningartexta. Kirkjukór Grundarsóknar leiðir söng. Organisti Þorvaldur Örn Davíðsson. RÚV verður á staðnum og messunni útvarpað á Rás 1 viku síðar.
Kvenfélagið Iðunn býður til veislukaffis í Laugarborg eftir messu í boði sóknarnefndar. Arnór Bliki Hallmundsson flytur erindi í kaffinu um kirkjuna okkar fögru. Komið fagnandi gamlir og nýir sveitungar, vinir og velunnarar Grundarkirkju. Allir hjartanlega velkomnir!

 


Bleika slaufan í október
Lionsklúbburinn Sif þakkar íbúum Eyjafjarðarsveitar kærlega fyrir þátttökuna og að leggja lið í söfnun til handa KAON með bleiku slaufunni. Ef einhverjir áhugasamir vilja enn hafa samband og panta slaufu út daginn í dag þá endilega sendið póst á netfangið lionsklubburinnsif@gmail.com eða kommentið undir auglýsinguna á facebooksíðunni Lionsklúbburinn Sif.
Við setjum slaufurnar upp og tökum þær svo niður í lok október.
Slaufan kostar að lágmarki 5.000 kr.
Þitt framlag skiptir máli 🎀

 


Minnum á bókaklúbbinn 2. október kl. 16:30 á bókasafni Eyjafjarðarsveitar
Allir velkomnir 📖📘
Fyrsta bókin sem farið verður yfir er; Kular af degi, höf. Kristín Marja Baldursdóttir.
Hægt er að nálgast eintök á bókasafninu.
Við verðum svo 1x í mán. í vetur, oftast 😉 fyrsta fimmtudag í mánuði: 6. nóv., 4. des., 8. jan., 5. feb., 5. mars, 9. apríl og sjáum til með maí.
Hlökkum til að sjá ykkur á bókasafninu 🙂
Kvenfélagið Iðunn.

Getum við bætt efni síðunnar?