Auglýsingablað 1305. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 7. október 2025.

Sveitarstjórnarfundur
663. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtud. 9. október og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

OPIÐ HÚS í nýju húsnæði leikskólans Krummakots
Eyjafjarðarsveit býður öllum áhugasömum að koma á OPIÐ HÚS í nýju húsnæði leikskólans Krummakots laugardaginn 11. október kl. 14:00.
Nemendur leikskólans munu syngja við þetta hátíðlega tækifæri kl. 14:15.
Eftir sönginn verða flutt nokkur ávörp.
Kvenfélögin þrjú í Eyjafjarðarsveit; Aldan, Iðunn og Hjálpin, sjá um veitingar.

Laus er til umsóknar 50-100% staða við Krummakot – sérkennsla
Leitað er eftir starfsfólki sem hefur háskólamenntun í þroskaþjálfun, iðjuþjálfun eða annarri uppeldismenntun.
Umsóknarfrestur til 1. nóvember.
Frekari upplýsingar veita Erna Káradóttir eða Sigþóra Baldursdóttir í síma 4648125, netfang erna@krummi.is – sigtora@krummi.is.
Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar https://www.esveit.is/eyjafjardarsveit

Bókaklúbbur í vetur á bókasafni Eyjafjarðarsveitar – Allir velkomnir
Það var bráðskemmtilegur fyrsti klúbbur í síðustu viku og skiptar skoðanir á fyrstu bókinni Kular af degi, höf. Kristín Marja Baldursdóttir, þið verðið bara að lesa hana til að átta ykkur á af hverju 😊
Næsta bók sem varð fyrir valinu er Kalmann, höf. Joachim B. Schmidt. Kalmann er „sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn, gengur um með kúrekahatt og Mauser-skammbyssu“. Hægt er að nálgast eintök á bókasafninu.
Hittumst næst fimmtud. 6. nóv. kl. 16:30.
Hlökkum til að sjá ykkur á bókasafninu 🙂
Kvenfélagið Iðunn.

Dagbókin Tíminn minn 2026
Kvenfélagið Iðunn er með dagbókina Tíminn minn 2026 til sölu á 4.500 kr.
Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar.
Dagbókin er fallega myndskreytt eftir íslensku listakonuna Björgu Þórhallsdóttur og er full af jákvæðni og góðum ráðum. Tilvalin í afmælis- eða jólagjöf handa ömmum, mömmum, dætrum, frænkum, vinkonum og öllum öðrum sem vilja eignast svona eigulega dagbók.
Nánari upplýsingar og pantanir hjá:
Ásta Heiðrún í síma 893-1323/ astast@simnet.is
Hrönn í síma 866-2796/ idunnhab@gmail.com