Auglýsingablað 1306. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 14. október 2025.

Laus er til umsóknar 50-100% staða við leikskólann Krummakot – sérkennsla
Leitað er eftir starfsfólki sem hefur háskólamenntun í þroskaþjálfun, iðjuþjálfun eða annarri uppeldismenntun.
Umsóknarfrestur til 1. nóvember.
Frekari upplýsingar veita Erna Káradóttir eða Sigþóra Baldursdóttir í síma 464-8125, netfang erna@krummi.is – sigtora@krummi.is.
Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is

Messa með Bítlaívafi í Munkaþverárkirkju sunnudaginn 19. október kl. 13:00
Félagar úr Kirkjukór Grundarsóknar leiða safnaðarsöng og syngja Bítlalög í bland. Organisti Þorvaldur Örn Davíðsson. Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Baldur Benjamínsson.
Verið öll hjartanlega velkomin.

Óskað er eftir umsóknum um styrk til menningarmála
Velferðar-& menningarnefnd vekur athygli á því að hægt er að sækja um styrk til menningarmála.
Sótt er um rafrænt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar, sjá nánar í frétt á heimasíðunni.
Opið er fyrir umsóknir fram að næstu mánaðarmótum.
Velferðar-& menningarnefnd.

Allir velkomnir í bókaklúbb í vetur á bókasafni Eyjafjarðarsveitar
Næsta bók sem varð fyrir valinu er Kalmann, höf. Joachim B. Schmidt.
Kalmann er „sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn, gengur um með kúrekahatt og Mauser-skammbyssu“. Hægt er að nálgast eintök á bókasafninu.
Hittumst næst fimmtudaginn 6. nóvember kl. 16:30.
Hlökkum til að sjá ykkur á bókasafninu 🙂
Kvenfélagið Iðunn.

Bleikar veiðiflugur til styrktar KAON
Bleikar veiðiflugur frá BM flugur til sölu út október á 1.000 kr./stk.
Flugurnar voru sérstaklega hannaðar fyrir þetta verkefni.
1.000 kallinn rennur óskiptur til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.
Pantanir í síma 866-2796 eða í tölvupósti á hronn1971@gmail.com