Auglýsingablað 1307. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 21. október 2025.

Sveitarstjórnarfundur
664. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtud. 23. október og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Laus er til umsóknar 50-100% staða við Krummakot – sérkennsla
Leitað er eftir starfsfólki sem hefur háskólamenntun í þroskaþjálfun, iðjuþjálfun eða annarri uppeldismenntun.
Umsóknarfrestur til 1. nóvember.
Frekari upplýsingar veita Erna Káradóttir eða Sigþóra Baldursdóttir í síma 4648125, netfang erna@krummi.is – sigtora@krummi.is.
Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar https://www.esveit.is/eyjafjardarsveit

Kæru sveitungar
Tímaritið okkar Eyvindur kemur út fyrir jólin eins og venjulega.
Því óskum við eftir að fá sent til okkar t.d. skemmtilegar sögur, ljóð eða annað sem þið hafið samið til að birta. Eins eru ábendingar vel þegnar um spennandi viðtals- eða umfjöllunarefni, jafnvel ljósmyndir fyrr og nú, samanburð af húsum eða sjónarhorni, hvað eina sem ykkur dettur í hug og gæti átt erindi í Eyvind.
Kær kveðja frá ritnefnd
Benjamín Baldursson s: 899-3585, tjarnir@simnet.is
Berglind Kristinsdóttir s: 693-6524, berglind@esveit.is
Arnór Bliki Hallmundsson s: 864-8417, hallmundsson@gmail.com

Iðunnarkvöld - Ástarpungar!
Sýnikennsla verður í gerð ástarpunga, miðvikudagskvöldið 22. október hjá Kvenfélaginu Iðunni. Iðunnarkonur endilega hafið með ykkur gest eða gesti, allar konur velkomnar 😊 Hlökkum til að sjá sem flestar.
Upplýsingar um stað og stund, sjá tölvupóst Iðunnarkonur. Utanfélagskonur sem vilja vera með þessa kvöldstund geta haft samband með tölvupósti á idunn@kvenfelag.is, fyrir nánari upplýsingar um stað og stund, já eða fundið Iðunnarkonu til að bjóða sér 😉
Kvenfélagið Iðunn. Ps. myndin er fengin af heimasíðu Salt Eldhús, hér.

Allir velkomnir í bókaklúbb í vetur á bókasafni Eyjafjarðarsveitar
Bók októbers er Kalmann, höf. Joachim B. Schmidt.
Kalmann er „sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn, gengur um með kúrekahatt og Mauser-skammbyssu“. Hægt er að nálgast eintök á bókasafninu.
Hittumst næst fimmtudaginn 6. nóvember kl. 16:30.
Hlökkum til að sjá ykkur á bókasafninu 🙂
Kvenfélagið Iðunn.

Dagbókin Tíminn minn 2026
Kvenfélagið Iðunn er með dagbókina Tíminn minn 2026 til sölu á 4.500 kr.
Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar.
Dagbókin er fallega myndskreytt eftir íslensku listakonuna Björgu Þórhallsdóttur og er full af jákvæðni og góðum ráðum. Tilvalin í afmælis- eða jólagjöf handa ömmum, mömmum, dætrum, frænkum, vinkonum og öllum öðrum sem vilja eignast svona eigulega dagbók.
Nánari upplýsingar og pantanir hjá:
Ásta Heiðrún í síma 893-1323/ astast@simnet.is
Hrönn í síma 866-2796/ idunnhab@gmail.com