Auglýsingablað 1308. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 28. október 2025.

Laus er til umsóknar 50-100% staða við Krummakot – sérkennsla
Leitað er eftir starfsfólki sem hefur háskólamenntun í þroskaþjálfun, iðjuþjálfun eða annarri uppeldismenntun.
Umsóknarfrestur til 1. nóvember.
Frekari upplýsingar veita Erna Káradóttir eða Sigþóra Baldursdóttir í síma 4648125, netfang erna@krummi.is – sigtora@krummi.is.
Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar https://www.esveit.is/eyjafjardarsveit

Skrifstofur Eyjafjarðarsveitar og SBE loka kl. 12:00 föstudaginn 31. október.
Skrifstofur Eyjafjarðarsveitar og Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, loka kl. 12:00 föstudaginn 31. október.
Skrifstofurnar opna aftur á hefbundnum tíma mánudaginn 3. nóvember.
Skrifstofur Eyjafjarðarsveitar og SBE.

Allra heilagra messa í Möðruvallakirkju sunnudagskvöldið 2. nóv. kl. 20:00 Látinna minnst og sorgin ávörpuð í tali og tónum. Kirkjukór Grundarsóknar undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista leiðir safnaðarsöng. Meðhjálpari er Helga Berglind Hreinsdóttir og prestur Hildur Eir Bolladóttir. Verið velkomin!

Kæru sveitungar
Tímaritið okkar Eyvindur kemur út fyrir jólin eins og venjulega.
Því óskum við eftir að fá sent til okkar t.d. skemmtilegar sögur, ljóð eða annað sem þið hafið samið til að birta. Eins eru ábendingar vel þegnar um spennandi viðtals- eða umfjöllunarefni, jafnvel ljósmyndir fyrr og nú, samanburð af húsum eða sjónarhorni, hvað eina sem ykkur dettur í hug og gæti átt erindi í Eyvind.
Kær kveðja frá ritnefnd
Benjamín Baldursson s: 899-3585, tjarnir@simnet.is
Berglind Kristinsdóttir s: 693-6524, berglind@esveit.is
Arnór Bliki Hallmundsson s: 864-8417, hallmundsson@gmail.com

Barna- og fjölskylduferð. Hrekkavökuganga laugardaginn 1. nóvember
Fararstjórn: Barna- og fjölskyldunefnd Ferðafélags Akureyrar.
Mæting við Kjarnakot.
Í tilefni að hrekkjavöku verður boðið upp hrekkjavökuviðburð í samvinnu við Skógræktarfélag Eyfirðinga. Ákveðnum göngustíg í Kjarnaskógi verður breytt í hrekkjavökustíg og aldrei að vita nema að sjáist til einhverra kynjavera. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í búningi. Mikilvægt er að klæða sig vel, vera í góðum skóm, taka með sér góða skapið og vasaljós. Gönguslóðin verður opin í eina klukkustund, frá kl. 17:30 til 18:30, frjáls mæting innan þess klukkutíma og hver og einn gengur á sínum hraða.
Þátttaka ókeypis.
Lítil íbúð til leigu
Tveggja til þriggja herbergja íbúð til leigu í vetur.
Allur húsbúnaður og húsgögn fylgja.
Nánari upplýsingar í síma 894-1303.

Allir velkomnir í bókaklúbb í vetur á bókasafni Eyjafjarðarsveitar
Bók októbers er Kalmann, höf. Joachim B. Schmidt.
Kalmann er „sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn, gengur um með kúrekahatt og Mauser-skammbyssu“. Hægt er að nálgast eintök á bókasafninu.
Hittumst næst fimmtudaginn 6. nóvember kl. 16:30.
Hlökkum til að sjá ykkur á bókasafninu 🙂
Kvenfélagið Iðunn.

Dagbókin Tíminn minn 2026
Kvenfélagið Iðunn er með dagbókina Tíminn minn 2026 til sölu á 4.500 kr.
Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar.
Dagbókin er fallega myndskreytt eftir íslensku listakonuna Björgu Þórhallsdóttur og er full af jákvæðni og góðum ráðum. Tilvalin í afmælis- eða jólagjöf handa ömmum, mömmum, dætrum, frænkum, vinkonum og öllum öðrum sem vilja eignast svona eigulega dagbók.
Nánari upplýsingar og pantanir hjá:
Ásta Heiðrún í síma 893-1323/ astast@simnet.is
Hrönn í síma 866-2796/ idunnhab@gmail.com