Auglýsingablað 1309. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 4. nóvember 2025.

Sveitarstjórnarfundur
665. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtud. 6. nóvember og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Frestur til að sækja um styrk 2025 er til og með 15. desember 2025
- Íþrótta- og tómstundastyrkur barna
- Lýðheilsustyrkur eldri borgara
- Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða
Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.

Lokað verður á bókasafni Eyjafjarðarsveitar 6. og 7. nóvember - bókaklúbburinn verður samt kl. 16:30 þann 6. nóv.
Vegna óviðráðanlegra orsaka verður lokað á bókasafni Eyjafjarðarsveitar fimmtudaginn 6. og föstudaginn 7. nóvember.
Beðist er velvirðingar á þessu.
Bókaklúbburinn verður samt sem áður kl. 16:30 á bókasafninu, fimmtududaginn 6. nóvember.

Allir velkomnir í bókaklúbb á bókasafni Eyjafjarðarsveitar í vetur
Næsti klúbbur er núna fimmtud. 6. nóv. kl. 16:30.
Hlökkum til að sjá ykkur á bókasafninu 🙂
Kvenfélagið Iðunn.

Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna fer fram dagana 5.-9. nóvember
Með því að kaupa Neyðarkallinn styrkir þú beint þá sveit sem keypt er af hverju sinni. Við í Hjálparsveitinni Dalbjörg ætlum að vera á ferðinni um Eyjafjarðarsveit þessa áðurnefnda daga og biðjum við alla íbúa um að taka vel á móti sölufólki okkar þegar þau banka uppá.
Neyðarkallinn í ár kostar 3.500 kr
Einnig bjóðum við upp á rafhlöður í reykskynjara eins og við höfum gert í mörg ár.
Sveitin tekur líka við frjálsum framlögum og hægt er að leggja inn á reikning sveitarinnar: 0302-26-012482, kt: 530585-0349.
Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn í gegnum árin og hlökkum til að sjá ykkur,
Hjálparsveitin Dalbjörg.
Jólahlaðborð Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit verður haldið á Múlabergi fimmtudaginn 4. desember kl. 19. Hægt er að skrá sig á lista í Félagsborg í opnu húsi eða hjá Hansínu Maríu í síma 863-1539. Skráningu lýkur 26. nóvember.

Dagbókin Tíminn minn 2026
Kvenfélagið Iðunn er með dagbókina Tíminn minn 2026 til sölu.
Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar. Ásta Heiðrún s. 893-1323 / astast@simnet.is og Hrönn s. 866-2796 / idunnhab@gmail.com

Aðalfundarboð Veiðifélags Eyjafjarðarár
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár starfar í samræmi við lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði og á grundvelli samþykkta félagsins. Í 9 gr. samþykkta félagsins er kveðið á um hvaða mál skal taka fyrir á aðalfundi:
- Skýrsla stjórnar fyrir reikningsárið 1/10 2024–30/9 2025.
- Reikningar félagsins fyrir reikningsárið 1/10 2024–30/9 2025.
- Rekstraáætlun fyrir næsta rekstrarár.
- Kosning stjórnar og skoðunarmanna.
- Pollurinn veiðistjórnun og fyrirhugað veiðibann.
- Vísindarannsóknir í Eyjafjarðará.
- Önnur mál.
Í samræmi við hlutverk okkar sem stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár, samanber ofanritað, þá boðum við til aðalfundar í Veiðifélagi Eyjafjarðarár að Ytra-Gili, Eyjafjarðarsveit 4. desember 2025 klukkan 20:00.
Á fundinum verða landeigendum einnig afhent ný skilti til að merkja veiðivegi er liggja um landareign þeirra.
Fh. stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár,
Jón Gunnar Benjamínsson.

Leiguhúsnæði óskast
Kæru vonandi sveitungar!
Við erum ung fjölskylda sem er að leita að íbúð/húsi til leigu í ykkar fögru sveit, helst værum við til í að hafa tvö svefnherbergi en skoðum allt.
Við erum rólyndisfólk, reyklaus og stöndum alltaf skil á greiðslum á settum tíma. Við störfum bæði á Akureyri í augnablikinu og eigum einn 8 mánaða gæja, okkur fylgir líka 16 ára gamall lítill hundur sem sefur allan daginn og geltir ekki.
Ef þið viljið heyra í okkur þá er hægt að ná í Hjalta Rúnar í s. 775-4005 og Örnu Sif í s. 865-1078 eða á tölvupósti hjalti31@gmail.com.