Auglýsingablaðið

1311. TBL 18. nóvember 2025

Auglýsingablað 1311. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 18. nóvember 2025.

Sveitarstjórnarfundur

  1. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtud. 20. nóvember og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Frestur til að sækja um styrk 2025 er til og með 15. desember 2025

  • Íþrótta- og tómstundastyrkur barna
  • Lýðheilsustyrkur eldri borgara
  • Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða

Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.

 

Lokað verður á bókasafni Eyjafjarðarsveitar 4. og 5. desember - Bókaklúbburinn verður samt kl. 16:30 þann 4. desember

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður lokað á bókasafni Eyjafjarðarsveitar fimmtudaginn 4. og föstudaginn 5. desember.

Beðist er velvirðingar á þessu.

 

Bókaklúbburinn verður fimmtudaginn 4. desember kl. 16:30 á bókasafninu.

 

Orðsending frá Bókaklúbbnum

Á síðasta bókakúbbsfundi, þann 6. nóvember, var rætt um bók októbermánaðar. Kalmann, sem flestum þótti skemmtileg og gaman að sögusviðið skyldi vera á afskekktum stað á Íslandi, Raufarhöfn og fjalla um mann sem var ekki alveg eins og fólk er flest. Ákveðið var að bók nóvembermánaðar yrði Súkkulaðileikur eftir Hlyn Níels Grímsson. Í þeirri bók er fjallað um mann sem kerfið hefur hafnað, tekið í fóstur eða gíslingu - allt eftir því hvernig á það er litið.

Hittumst næst á bókasafninu fimmtudaginn 4. desember kl. 16:30.

Allir eru velkomnir í bókaklúbbinn!

 

Iðunnarkvöld í fundarherberginu í Laugarborg

Núna á fimmtudaginn, 20. nóvember kl. 20:00, verður Iðunnarkvöld.

Komandi viðburður; Opnar dyr, þann 6. desember nk., verður m.a. til skrafs og ráðagerða.

Þær sem vilja mega endilega hafa með sér handavinnu.

Allar konur velkomnar sem leikur forvitni á að fá að vita meira um okkar

frábæra starf og félagsskap. Sjón er sögu ríkari 👀

Hlökkum til að sjá sem flestar.

Kvenfélagið Iðunn, 1. flokkur.

 

 

Félagsvist í Funarborg

Það verður félagsvist í Funaborg laugardaginn 22. nóvember kl. 20:00

Þátttökugjald er 1500 kr.

Fjölbreyttir vinningar t.d. frá Jarðböðunum, nammi frá Freyju,

gjafabréf frá Dj grill, Purityherbs, Norðlenska/Kjarnafæði

og Jólatré frá Hólsgerði.

Hestamannfélagið Funi

 

 

Aðventusýning hjá Freyvangsleikhúsinu - Jólakötturinn

Jólakötturinn er frumsamið hugljúft jólaævintýri eftir Jóhönnu S. Ingólfsdóttur. Höfundur byggir söguna á hinum alíslenska jólaketti eins og flestir þekkja hann, en blandar svo inní allskyns sögupersónum sem flestir kannast líka við.

Þegar jólakötturinn fær nóg af því að allir í kringum hann eru alltaf góðir, glaðir og að öllum finnist jólin frábær, ákveður hann að fara að heiman þar sem það er enginn lengur eins og hann.

Hann fer af stað fúll og önugur en á leið sinni upp á fjallið þá hittir hann ýmsar furðuverur sem eru fæstar eins og hann því eins og allir vita þá finnst flestum jólin frábær.

Það að vera frábrugðin öðrum og finnast maður ekki passa inn í getur verið flókið, en með vináttu, væntumþykju og kannski smá kurteisi er möguleiki á að finna sinn stað í tilverunni.

Tónlistin í verkinu er létt og skemmtileg og er hún frumsamin fyrir verkið af Eiríki Bóassyni og er þetta þriðja jólabarnaleikritið sem hann semur tónlistina í hjá Freyvangsleikhúsinu.

 

Leikstjóri er Jóhanna S. Ingólfsdóttir

Sýningar eru:

21/11 Föstudagur kl.20 Frumsýning

22/11 Laugardagur kl.13

23/11 Sunnudagur kl.13

29/11 Laugardagir kl.13

30/11 Sunnudagur kl.13

6/12 Laugardagur kl.13

 

Getum við bætt efni síðunnar?