Auglýsingablað 1313. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 2. desember 2025.

Sveitarstjórnarfundur
667. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtud. 4. desember og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Frestur til að sækja um styrk 2025 er til og með 15. desember 2025
- Íþrótta- og tómstundastyrkur barna
- Lýðheilsustyrkur eldri borgara
- Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða
Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.

Aðventukvöld Grundarkirkju sunnudagskvöldið 7. desember kl. 20
Fjölbreytt og falleg aðventu- og jólatónlist flutt af Kirkjukór Grundarsóknar ásamt Gísla Rúnari Víðissyni tenór. Stjórnandi Þorvaldur Örn Davíðsson. Anna Richardsdóttir listakona flytur aðventuhugleiðingu. Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hjörtur Haraldsson.
Verið öll hjartanlega velkomin kæru sveitungar.

Velkomin á bókakvöld Hælisins 3. des kl. 20:00
Húsið opnar kl. 19 og hægt að gæða sér á grænmetisböku eða mjúkri piparköku.
Sjö höfundar kynna nýútkomnar bækur sínar:
Ester Hilmarsdóttir - Sjáandi
Nína Ólafsdóttir - Þú sem ert á jörðu
Óskar Þór Halldórsson - Akureyrarveikin
Þórunn Rakel Gylfadóttir - Mzungu
Valdimar Gunnarsson - Utanveltumaður. Saga Frímanns B. Arngríms
Arnar Arngrímsson - Vinurinn (þýðing)
Þórgunnur Oddsdóttir les úr eigin eftirmála um Bernskuheimilið eftir Ólöfu frá Hlöðum

Ágætu sveitungar
Jólabækurnar streyma inn á safnið þessa dagana. Af óviðráðanlegum orsökum verður þó lokað á safninu fimmtudaginn 4. og föstudaginn 5. desember.
Að öðruleyti verða opnunartímarnir í desember eftirfarandi:
þriðjudaga 14-17
miðvikudaga 14-17
fimmtudaga 14-17
föstudaga 14-16
Síðasti opnunardagurinn á árinu er föstudagurinn 19. desember.
Fyrsti opnunardaginn á nýju ári, 2026 er 2. janúar.
Njótum aðventunnar.
Gleðilega hátíð.
Starfskonur bókasafns Eyjafjarðarsveitar.
P.s. Bókaklúbburinn verður óbreyttur þrátt fyrir allt, fimmtudaginn 4. desember kl. 16:30 á bókasafninu.

Bókaklúbbur á bókasafninu
Hittumst næst á bókasafninu fimmtudaginn 4. desember kl. 16:30.
Allir eru velkomnir í bókaklúbbinn!

Aðalfundarboð Veiðifélags Eyjafjarðarár
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár starfar í samræmi við lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði og á grundvelli samþykkta félagsins. Í 9 gr. samþykkta félagsins er kveðið á um hvaða mál skal taka fyrir á aðalfundi:
- Skýrsla stjórnar fyrir reikningsárið 1/10 2024–30/9 2025.
- Reikningar félagsins fyrir reikningsárið 1/10 2024–30/9 2025.
- Rekstraáætlun fyrir næsta rekstrarár.
- Kosning stjórnar og skoðunarmanna.
- Pollurinn veiðistjórnun og fyrirhugað veiðibann.
- Vísindarannsóknir í Eyjafjarðará.
- Önnur mál.
Í samræmi við hlutverk okkar sem stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár, samanber ofanritað, þá boðum við til aðalfundar í Veiðifélagi Eyjafjarðarár að Ytra-Gili Eyjafjarðarsveit 4. desember 2025 klukkan 20:00.
Á fundinum verða landeigendum einnig afhent ný skilti til að merkja veiðivegi er liggja um landareign þeirra.
Fh. stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár,
Jón Gunnar Benjamínsson.

Stjörnublik Jólatónleikar
Karlakór Eyjafjarðar syngur inn jólin með tónleikum í Glerárkirkju fimmtudaginn 18. desember kl. 20:00.
Einsöngvarar: Margrét Árnadóttir og Snorri Snorrason
Miðaverð kr. 5.000,-
Miðasala er hjá kórfélögum og við innganginn.
Tryggið ykkur miða í tíma - síðast var uppselt.
Karlakór Eyjafjarðar.

Opnar dyr á HÆLINU 6. des kl. 13-17
Frítt á sýninguna, heitt súkkulaði og nýbakaðar kökur á kaffihúsinu. Upplagt að versla umhverfisvænar jólagjafir úr heimabyggð eins og gjafabréf á HÆLIÐ og/eða í Sánuvagn Mæju eða Reykhúsahunangið gómsæta! Einnig verður úrvals eldiviður úr Reykhúsaskógi til sölu og boðið upp á jólaföndur úr greinum - sjá mynd.
Velkomin á HÆLIÐ að eiga notalega stund saman.
Kökubasar og kaffihúsastemning í Laugarborg 6. desember
Laugardaginn 6. desember verða „Opnar dyr“ í Eyjafjarðarsveit – af því tilefni verður Kvenfélagið Iðunn með opið upp á gátt í Laugarborg kl. 13:00-17:00.
Það verður notaleg kaffihúsastemning og lágstemmd jólatónlist.
Gómsætar vöfflur (líka glútenfríar) með rjóma, súkkulaðiglassúr og heimagerðum sultum.
Kökubasar – þar sem borðin munu svigna undan kræsingum og góðgæti.
Hægt verður að kaupa dagbókina Tíminn minn 2026 og fleira.
Komið og gerið góð kaup. Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar.
Auglýsing frá Ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar:
