Auglýsingablaðið

1314. TBL 09. desember 2025

Auglýsingablað 1314. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 9. desember 2025.


Sundlaugin lokar kl. 15 laugardaginn 13. des.
Vegna jólagleði starfsfólks íþróttamiðstöðvarinnar lokar sundlaugin kl. 15, laugardaginn 13. desember nk.
Opnum stundvíslega kl. 10 á sunnudeginum.
Starfsfólk ÍME.

 


Frestur til að sækja um styrk 2025 er til og með 15. desember 2025

  • Íþrótta- og tómstundastyrkur barna
  • Lýðheilsustyrkur eldri borgara
  • Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða

Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.



Yoga nidra á aðventu
Þriðjudaginn 16. des. kl. 17-18 býður Litla jógastofan tíma í yoga nidra. Tíminn verður í Hjartanu í Hrafnagilsskóla.
Jóga nidra er leidd hugleiðsla milli svefns og vöku. Í þessu ástandi næst slökun þar sem hugur og líkami ná djúpri og nærandi hvíld.
Við munum byrja tímann með léttri liðkun líkamans. Síðan leggjast iðkendur undir teppi með púða sér til stuðnings og eru leidd inn í djúpa slökun. Allur búnaður verður að staðnum. En ef þú átt góða dýnu og uppáhaldsteppi og púða sem þú vilt taka með þér er það auðvitað sjálfsagt.
Ath. skráning í tímann er með því að senda tölvupóst á netfangið ingileif@bjarkir.net
Tíminn kostar 2500 kr.

 


Leiðisgreinar
Lionsklúbburinn Sif mun selja leiðisgreinar í desember. Leiðisgrein kostar 3.000 kr. og allur ágóði rennur til góðgerðamála. Tekið er við pöntunum til og með 18. desember á netfanginu lionsklubburinnsif@gmail.com og í síma 846-2090 (Kristín). Afhending er eftir samkomulagi eða á skötuhlaðborði þar sem leiðisgreinar verða einnig til sölu.
Gleðileg jól.

 


Skötuveisla á Þorláksmessu
Lionsklúbbarnir Vitaðsgjafi og Sif í Eyjafjarðarsveit bjóða til skötuveislu á Þorláksmessu, í Hrafnagilsskóla frá 11:30 til 13:30. Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora.
Verð er 5.000 kr. á manninn og allur ágóði rennur til líknarmála.
Komið og eigið saman ilmandi góða stund fyrir jólin.

 


Dagbókin Tíminn minn 2026 – Tilvalin í jólagöf, afmælisgjöf...
Kvenfélagið Iðunn er með dagbókina Tíminn minn 2026 til sölu og kostar eintakið 4.500 kr. Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar. Pantanir hjá
Ásta Heiðrún s. 893-1323 / astast@simnet.is og Hrönn s. 866-2796 / idunnhab@gmail.com

 


Bókaklúbburinn
hittist 4. desember og ræddi bók nóvembermánaðar, Súkkulaðileik eftir Hlyn Níels Grímsson. Bókin fékk misjafna dóma hjá bókaklúbbsfélögum en hún fjallar m.a. um skólavist í kaþólskum skóla í Reykjavík og þau áföll sem sumir nemendur upplifðu þar, stéttskiptingu, viðhorf til geðsjúkra og hefnd. Í desember var ákveðið að lesa spennusögu eftir Ragnheiði Gestsdóttur að vali hvers og eins. Þar er um að ræða nokkrar bækur; Úr myrkrinu, Farangur, Steinninn, Týndur og Blinda.
Næsti hittist bókaklúbburinn 8. janúar og allir velkomnir.

Getum við bætt efni síðunnar?