Auglýsingablaðið

1315. TBL 16. desember 2025

Auglýsingablað 1315. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 16. desember 2025.

 


Opnunartími skrifstofu um hátíðirnar

Opið verður kl. 10:00-14:00 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar mánudagana og þriðjudagana 22.-23. og 29.-30. desember.
Lokað verður föstudaginn 2. janúar 2026.
Opið verður á auglýstum opnunartíma skrifstofu kl. 10:00-14:00 frá og með mánudeginum 5. janúar 2026.


Breyting á sorphirðu hjá Terra fyrir jól
Almennt/lífrænt sorp verður sótt föstudaginn 19. des. í stað mánudagsins 22. des. og reynt verður í framhaldi af því að klára sorphirðuna í Eyjafjarðarsveit fyrir hádegi þriðjudaginn 23. des.
Von er á nýju sorphirðudagatali fyrir komandi ár.

 

Helgihald á jólum í kirkjum Eyjafjarðarsveitar


Aðfangadagur jóla 24. desember
Aftansöngur í Grundarkirkju kl. 22:00. Kirkjukór Grundarsóknar syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Einsöngur: Inga Bára Ragnarsdóttir. Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hjörtur Haraldsson.


Jóladagur 25. desember
Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13:30. Söngfélagar við Kaupangskirkju syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hansína María Haraldsdóttir.


Annar dagur jóla 26. desember
Hátíðarmessa í Munkaþverárkirkju kl. 13:00. Kirkjukór Grundarsóknar syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Prestur Aðalsteinn Þorvaldsson og meðhjálpari Kristín Kolbeinsdóttir.

 


Skötuveisla á Þorláksmessu
Lionsklúbbarnir Vitaðsgjafi og Sif í Eyjafjarðarsveit bjóða til
skötuveislu á Þorláksmessu, í Hrafnagilsskóla frá 11:30 til 13:30.
Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora.
Verð er 5.000 kr. á manninn og allur ágóði rennur til líknarmála.
Komið og eigið saman ilmandi góða stund fyrir jólin.


Leiðisgreinar
Lionsklúbburinn Sif mun selja leiðisgreinar í desember. Leiðisgrein kostar 3.000 kr. og allur ágóði rennur til góðgerðamála. Tekið er við pöntunum til og með 18. desember á netfanginu lionsklubburinnsif@gmail.com og í síma 846-2090 (Kristín). Afhending er eftir samkomulagi eða á skötuhlaðborði þar sem leiðisgreinar verða einnig til sölu.
Gleðileg jól.


Ágætu sveitungar
Jólabækurnar streyma inn á safnið þessa dagana. Síðasti opnunardagurinn á árinu er föstudagurinn 19. desember kl. 14-16.
Fyrsti opnunardaginn á nýju ári, 2026 er föstudagurinn 2. janúar kl. 14-16.
Njótum aðventunnar.
Gleðilega hátíð.
Starfskonur bókasafns Eyjafjarðarsveitar.


Dagbókin Tíminn minn 2026 – Tilvalin í jólagöf, afmælisgjöf...
Kvenfélagið Iðunn er með dagbókina Tíminn minn 2026 til sölu og kostar eintakið 4.500 kr. Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar. Pantanir hjá Ásta Heiðrún s. 893-1323 / astast@simnet.is og Hrönn s. 866-2796 / idunnhab@gmail.com


Bókaklúbburinn
hittist 4. desember og ræddi bók nóvembermánaðar, Súkkulaðileik eftir Hlyn Níels Grímsson. Bókin fékk misjafna dóma hjá bókaklúbbsfélögum en hún fjallar m.a. um skólavist í kaþólskum skóla í Reykjavík og þau áföll sem sumir nemendur upplifðu þar, stéttskiptingu, viðhorf til geðsjúkra og hefnd. Í desember var ákveðið að lesa spennusögu eftir Ragnheiði Gestsdóttur að vali hvers og eins. Þar er um að ræða nokkrar bækur; Úr myrkrinu, Farangur, Steinninn, Týndur og Blinda.
Næst hittist bókaklúbburinn 8. janúar og allir velkomnir.


Varð einhver útundan?
Nú hefur Terra lokið við að bæta við þriðju tunnunni hjá heimilum í sveitinni. Ef einhver hefur orðið óvart útundan þá endilega hafið samband við Terra með tölvupósti á nordurland@terra.is eða í síma 414-0200 og komið verður með tunnu um hæl.


Jólaball Hjálparinnar
Árlegt jólaball Hjálparinnar verður haldið í Funaborg laugardaginn 27. des. kl. 13:30-15:30.
Jólasveinar mæta og dansað í kringum jólatréð við undirleik heiðurshjónanna í Hólshúsum. Kaffihlaðborð að kvenfélagssið.
Hlökkum til að sjá sem flesta

Getum við bætt efni síðunnar?