Bókaklúbbur Iðunnar opinn fyrir öll!

8. janúar ræddum við um STEININN og FARANGUR eftir Ragnheiði Gestsdóttur. Góðir dómar hjá lesendum - sniðugar hugmyndir og vel unnar fléttur i frásögnunum.
Spurningar vakna, hvað gerist næst, kemur framhald i næstu bókum?

Á næstkomandi fundi bókaklúbbsins 5. febrúar fjöllum við um bækur eftir Nönnu Rögnvaldardóttur. Þegar sannleikurinn sefur og Mín er hefndin.
Velkomin á bókasafnið 5. febrúar klukkan 16.30.