10:00 Náttúruganga. Gengið um Garðsárgilið að vestan í boði Jóhannesar Geirs.
10:00-20:00 Holtsel verður með barnaskemmtun frá kl 10 og happy hour frá kl 17. Sjá nánari dagskrá á www.holtsel.is
10:00 og 19:00 Sundlaugin í Hrafnagili Yoga og slökun með gong í vatni með Sólveigu í Vökulandi. Þeir sem eiga flotbúnað komið með.
Velkomin að kíkja í garðana hjá:
Hugrúnu og Einari á Brúnum milli 11-14, Önnu og Páli í Reykhúsum-Ytri milli 11-13:30 og hjá Elísabeth og Jóa á Sandhólum milli 11-14.
11:00-17:00 Brúnir Kaffihúsið opið, myndlistarsýning og hægt að kaupa vörur beint frá býli.
11:00-14:00 Kökubasar. Kvenfélagið Aldan verður með kökubasar í Holtseli.
11:00-14:00 Björgunarsveitin Dalbjörg bíður uppá kassaklifur í húsnæði sínu og tækin verða til sýnis.
11:11, 16:16 og 20:20 Sólarljós Siggu. Sigga bíður uppá fræðslu um friðarhjólið kl 11:11. Leyndardóma dalsins frá sjónarhorni seiðkonunnar kl 16:16. Tónleikar í Sólarmusterinu kl 20:20.
12:00 Hugleiðsluganga með Þóru Hjörleifsdóttur á Helguhóli í Grundarreitnum.
12:00-17:00 Freyvangur með opið hús og sýna Bakkabræðrasögur kl 13, 14,15 og 16.
13:00 Útiyoga í garðinum við Hjallatröð 1 í boði Ingileifar hjá Litlu yogastofunni.
13:00 Nýsteiktar kleinur og kakó Kvenfélagið Iðunn selur kleinur og kakó hjá sundlauginni í Hrafnagilshverfi.
13:00-17:00 Dyngjan-listhús verður með útilistasýningu. Kl 14 verður Þóra Sólveig með tónheilun.
13:00-17:00 Búvélasafnið og Smámunasafnið verða opin.
13:30 HÆLIÐ Eik Haraldsdóttir og Guðjón S. Skúlason verða með tónleika.
14:00-16:00 Munkaþverárkirkja verður opin og fulltrúi frá Félagi eldri borgara segir frá sögu hennar.
15:00 Lautarferð hjá Risakúnni Eddu. Fólk hvatt til að koma með sparinesti og teppi. Hrund Hlöðvers leiðir fjöldasöng og notaleg stemning á staðnum.
Ferðamálafélag Eyjafjarðasveitar 2025
