Hugleiðsla og Gongslökun Vellíðunarsetursins
17. febrúar kl. 18:30 - 19:45 Nýtt tungl
3.mars kl. 18:30 - 19:45 Fullt tungl
Yurtinu á Vökulandi Eyjafjarðarsveit
Gong slökun er tónheilun. Gongið er kraftmikið lækningartæki fyrir taugakerfið, líkama og sál. Það hjálpar okkur að hreinsa undirmeðvitundina og losa um stanslausar hugsanir. Það er notað sem meðferðarform til að framkalla þeta bylgjur í heila fólks og stuðlar slík tíðni að heilun, endurnæringu og slökun. Hljóðbylgjurnar frá gonginu hafa reynst mörgum vel sem eru að endurstilla sig og skapa jafnvægi á ný eftir streitutímabil og áföll.
Gong er notað sem óhefbundin hljóðmeðferð um allan heim í dag. Aðallega innan jógískra og andlegra hefða.Timinn hefst með öndunaræfingu og mjúkri upphitun til að hreyfa við orkunni og gera slökunina ánægjulegri. Eftir upphitun koma sér allir fyrir í góða slökunarstöðu og njóta áhrifa gongsins. Stutt hugleiðsla í lokin. Velkomið að taka með sér eign teppi, augnhvílur eða þann aukahlut sem hjálpar við að komast í djúpa slökun, annars eru teppi og púðar líka á staðnum.
Verð: 3000kr posi á staðnum
Láta vita af komu sinni á "messanger" eða sms s. 663-0498
Kveðja Sólveig Bennýjar Vökulandi