Opnar dyr á HÆLINU 6. des kl. 13-17.

Frítt á sýninguna, heitt súkkulaði og nýbakaðar kökur á kaffihúsinu. Upplagt að versla umhverfisvænar jólagjafir úr heimabyggð eins og gjafabréf á HÆLIÐ og/eða í Sánuvagn Mæju eða Reykhúsahunangið gómsæta! Einnig verður úrvals eldiviður úr Reykhúsaskógi til sölu og boðið upp á jólaföndur úr greinum - sjá mynd. Velkomin á HÆLIÐ að eiga notalega stund saman.