Dagskrá:
1. Norðurá bs. - Urðaður úrgangur 2024 - 2502008
Fyrir fundinum liggur samantekt yfir urðaðan úrgang í Stekkjarvík árið 2023.
Lagt fram til kynningar.
2. Umhverfisverðlaun 2025 - 2504006
Nefndin ræðir tilnefningar til umhverfisverðlauna Eyjafjarðarsveitar árið 2025.
Nefndin ákveður að kalla eftir ábendingum frá íbúum vegna tilnefningar til umhverfisverðlauna Eyjafjarðarsveitar árið 2025. Stefnt er á að fara í vettvangsferð um sveitarfélagið í byrjun júlí og afhenda verðlaunin í ágúst 2025.
Nefndin hvetur íbúa jafnframt til að huga vel að umhverfi sínu.
3. Erindi frá Unmennaþingi SSNE - 2412025
Ungmennaþing SSNE í október 2024 tók fyrir umferðaröryggi og sendi ábendignar varðandi umferðaröryggi í Eyjafjarðarsveit og óskar eftir að það verði tekið upp á viðeigandi fundi. Erindi þetta er hluti af vinnu þeirra á Ungmennaþinginu og er liður í að valdefla ungt fólkt og veita þeim færni til að taka þátt í og hafa áhrif á eigið samfélag í gegnum lýðræðislegt verklag.
Atvinnu- og umhverfisnefnd þakkar ungmennaþingi fyrir mikilvægt innlegg í málefnið og vísar ábendingunum til vinnu við uppfærslu Umferðaröryggisáætlunuar.
4. Umferðaröryggisáætlun 2024 - 2405022
Nefndin heldur áfram umræðu um endurskoðun umferðaröryggisáætlunar sveitarfélagsins og tekur til umræðu ábendingar frá Ungmennaþingi SSNE þess efnis.
Nefndin ákveður að kalla eftir ábendingum frá íbúum varðandi hvar umferðaröryggi er ábótavant. Óskar hún aðstoðar sveitarstjóra við að kynna aftur núverandi umferðaröryggisáætlun á heimasíðu sveitarfélagsins og kalla um leið eftir ábendingum íbúa. Nefndin fundar aftur þann 27.maí og tekur málið aftur til umræðu.
5. Samþykkt um hunda og kattahald í Eyjafjarðarsveit - 1904003
Nefndin ræðir hvort tilefni sé að endurskoða samþykktir um hunda-og kattahald í Eyjafjarðarsveit en nokkuð hefur borið á athugasemdum varðandi lausa hunda á íbúðarsvæðum sem eru utan skilgreindra þéttbýlisstaða samkvæmt samþykktum um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu. Samkvæmt þeim samþykktum eru Hrafnagilshverfi, Kristneshverfi og Brúnahlíðahverfi skilgreind sem þéttbýli.
Nefndin bendir á að samkvæmt samþykktum um hunda- og kattahald í Eyjafjarðarsveit þá skal umsjónarmönnum hunda tryggja það þeir valdi ekki öðrum ónæði, skapi hættu eða óöryggi. Þá er eigendum eða umráðamönnum hunda og katta ávallt skylt að fjarlægja saur eftir dýr sitt.
Þá er eiganda eða umráðamanni skylt að sjá til þess að dýr hans valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði, óöryggi eða verði mönnum til óþæginda á annan hátt, t.d. með stöðugu eða ítrekuðu gelti, ýlfri, breimi eða óæskilegum heimsóknum.
Nefndin hvetur íbúa til að kynna sér reglurnar sem finna má á heimasíðunni en telur ekki tilefni til að skilgreina ný þéttbýlissvæði inn í samþykktina að svo stöddu.
6. Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit sameiginlegir viðburðir í sveitinni - 2504013
Sveitarstjóri fer yfir fund sem hann átti með Ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar sem leitað hefur til sveitarfélagsins með hugmynd að sumarviðburði sem ætlað er að vekja athygli á sveitarfélaginu og þeirri þjónustu sem þar er í boði. Felur viðburðurinn í sér að virkja þjónustuaðila, félagasamtök og íbúa á sameiginlegri hátíð sem fram færi um alla sveit.
Nefndin þakkar ferðamálafélaginu hugmyndina og ákveður að bjóða forsvarsmönnum þess á næsta fund sinn þann 27.maí 2025 klukkan 17:00.
7. Nýsköpunarstefna Eyjafjarðarsveitar - 2209031
Nefndin ræðir hvernig sveitarfélagið geti stuðlað að eflingu nýrra hugmynda með atvinnulífinu og skólaumhverfinu og fer yfir drög að nýsköpunarstefnu.
Nefndin heldur áfram umræðu um erindið á næsta fundi og stefnir á að leggja fram tillögu til sveitarstjórnar í kjölfarið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00