Atvinnu- og umhverfisnefnd

16. fundur 02. júní 2025 kl. 17:00 - 19:05 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Kjartan Sigurðsson
  • Susanne Lintermann
  • Gunnar Smári Ármannsson
  • Inga Vala Gísladóttir
  • Aðalsteinn Hallgrímsson
  • Kristín Hermannsdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kjartan Sigurðsson formaður
 
Dagskrá:
 
1. Umferðaröryggisáætlun 2024 - 2405022
Nefndin fer yfir drög að uppfærðri umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið og innkomnar ábendingar frá íbúum.
Nefndin þakkar íbúum fyrir ábendingar í vinnu við endurskoðun áætlunarinnar.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að uppfærð drög þar sem horft hefur verið til ábendinga og annarra atriða verði samþykkt og umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 gefin út.
 
2. Nýsköpunarstefna Eyjafjarðarsveitar - 2209031
Drög að nýsköpunarstefnu liggur frammi fyrir nefndinni sem tekur hana aftur til umræðu.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fram lögð Nýsköpunarstefna fyrir Eyjafjarðarsveit verði samþykkt og að hafist verði handa við að innleiða hana í stjórnsýsluna.
Þá verði tekið tillit til stefnunnar við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
 
3. Styrkbeiðni Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar - 2505020
Dagana 30.september og 1.október fer fram ferðakaupstefnan Vestnorden á Akureyri þar sem saman koma ferðaþjónustuaðilar allstaðar að sem eru að selja ferðir til Íslands, Færeyja og Grænlands. Áætlað er að um 600 gestir séu á viðburðinum frá yfir 30 löndum.
 
Óskar ferðamálafélagið eftir því við sveitarfélagið að styðja við þjónustuaðila í sveitarfélaginu með því að vera sýnilegt á sýningunni.
Nefndin samþykkir að ráðstafa fjármagni af fjárhagsramma sínum til að standa straum af kostnaði við þátttöku í Vestnorden 2025 á Akureyri. Leggur nefndin til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði falið að sækja ráðstefnuna fyrir hönd sveitarfélagsins.
 
4. Ábendingar 2025 - 2501001
Lögð er fram hugmynd frá íbúa sveitarfélagsins þess efnis að búa til skemmtilega stemningu í tengslum við stóra plokkdaginn í framtíðinni.
Nefndin þakkar innsenda hugmynd og verður hún höfð til hliðsjónar við skipulag næsta plokkviðburðar.
Stefnt er á að vera með hreinsunarátak í haust og mun nefndin funda þann 25. ágúst til að skipuleggja þann viðburð.
 
5. SSNE - Ósk um samstarf sveitarfélaga vegna RECET verkefnisins - 2409008
Fyrir fundinum liggur samantekt yfir þær aðgerðir sem þátttakendur drógu fram á vinnustofu RECET sem mikilvægar fyrir Eyjafjarðarsveit að hrinda í framkvæmd og fundargerð með öllum hugmyndum og umræðum sem komu fram á vinnustofunum.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að ábendingum varðandi aðgerðir í orkuskiptum sé vísað til afgreiðslu framkvæmdaráðs og horft verði til þess við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05
Getum við bætt efni síðunnar?