Atvinnu- og umhverfisnefnd

17. fundur 29. september 2025 kl. 17:00 - 18:30 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Susanne Lintermann
  • Gunnar Smári Ármannsson
  • Inga Vala Gísladóttir
  • Karl Jónsson
  • Aðalsteinn Hallgrímsson
  • Kristín Hermannsdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Ingi Friðleifsson
 
Dagskrá:
1. Lena Tómasdóttir - Umsókn um leyfi til búfjárhalds - E2508007
Lena Tómasdóttir óskar leyfis til að halda 10-15 kindur og 3-5 geitur að Möðrufelli. Á jörðinni er lítið fjárhús sem nýtt verður fyrir dýrin.
Atvinnu- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsóknin sé samþykkt og umsækjanda verði heimilt að halda 10-15 kindur og 3-5 geitur að Möðrufelli.
 
2. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029 - E2509026
Nefndarmenn taka umræðu um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og gjaldskrár sem málaflokknum tilheyrir.
Nefndin óskar eftir aðstoð sveitarstjóra við að taka saman minnisblað um kostnað og mögulega útfærslu við skipulagða söfnun á timbri og málmum í sveitarfélaginu. Verður það tekið með í áframhaldandi umræðu um fjárhagsáætlun.
Óskar nefndin jafnframt eftir samantekt á rekstrartölum varðandi gámasvæðið og hrægáminn.
 
3. Umhverfisverðlaun 2025 - E2504006
Nefndin ræðir tillögur til umhverfisverðlauna Eyjafjarðarsveitar 2025.
Farið var yfir tillögur á fundinum og munu nefndarmenn fara í vettvangsferð fyrir næsta fund sem haldinn verður mánudaginn 27.nóvember klukkan 17:00.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30
Getum við bætt efni síðunnar?